Innlent

Húsbíll fauk af veginum

BBI skrifar
Ingólfsfjall
Ingólfsfjall
Húsbíll fauk út af veginum undir Ingólfsfjalli og hafnaði í skurði laust fyrir klukkan níu í morgun. Farþegar sluppu ómeiddir en bíllinn liggur enn utan vegar.

Um 9 m/s norðanátt er á svæðinu en hviður geta farið upp í 30 m/s samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu. Vindurinn tekur vel í ökutæki og lögregla varar vegfarendur við að ferðast á húsbílum eða með fellihýsi, hestakerrur eða annars konar tengivagna. Hins vegar ætti að vera óhætt að ferðast á venjulegum fólksbílum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×