Innlent

Lítið um vandræði vegna veðursins í nótt

Þrátt fyrir töluvert rok víðast hvar á landinu í gærkvöldi og í nótt hefur verið lítið um vandræði vegna veðursins.

Í höfuðborginni gekk allt áfallalaust fyrir sig og sömu sögu er að segja af Suðurnesjum og Suðurlandi. Á Akureyri kom ein tilkynning inn á borð til lögreglu þar sem óskað var eftir aðstoð við að fergja trampólín sem var við það að takast á loft. Þar var nokkuð hvasst í alla nótt og svolítil slydda hefur fylgt með í kaupbæti þar nyrðra.

Sökum veðurs eru fáir bátar á sjó og því rólegt hjá Landhelgisgæslunni. Þó fór neyðarsendir báts í gang þegar gúmmíbjörgunarbátur losnaði og fór í sjóinn. Skipverjum tókst þó að ná bátnum um borð strax og afturkalla neyðarmerkin.

Enn er ekkert lát á rokinu og er stormviðvörun í gangi fyrir mest allt landið í allan dag og fram á kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×