Innlent

Alvarlega slösuð eftir hestaslys

Eldri kona frá Bandaríkjunum slasaðist alvarlega á höfði eftir að hafa dottið af hestbaki í Laxárdal í Dölum. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konuna á sjötta tímanum en útkallið barst klukkan fimm.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi var konan mikið slösuð og var á tíma meðvitundarlaus. Þá var hún með höfuðáverka eftir fallið. Konunni var komið undir læknishendur í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×