Innlent

Fyrsti stormur vetrar - huga ber að lausamunum

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. mynd/fréttastofa
Vátryggingafélag Íslands, VÍS, bendir fólki á að huga að lausum munum, sólhúsgögnum, trampólínum, útigrillum og öðru slíku.

Spáð er allt að tuttugu til tuttugu þremur metrum á sekúndum í kvöld. Þá gæti vindstyrkur náð fjörutíu metrum á sekúndum á sunnanverður landinu.

Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni segir væntanlegan storm fremur óvenjulegan þetta snemma haustsins og auk vindsins megi gera ráð fyrir mjög mikilli rigningu í byggð austantil á Norðurlandi.

þá segir Einar að á höfuðborgarsvæðinu megi reikna með að það taki að hvessa undir kvöld og að norðanstormurinn nái hámarki þar í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×