Sífellt fleiri vinna svart 10. september 2012 06:00 Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir svarta atvinnustarfsemi stórt vandamál í ferðaþjónustunni. fréttablaðið/gva Svört atvinnustarfsemi virðist færast í vöxt í ferðaþjónustu og byggingastarfsemi. Þetta hefur komið í ljós í sumar í könnunum ríkisskattstjóra, Alþýðusambands Íslands (ASÍ), og Samtaka atvinnulífsins (SA), í tengslum við átakið Leggur þú þitt af mörkum? Átakinu er beint gegn svartri atvinnustarfsemi. "Nú höfum við beint sjónum að ferðaþjónustunni og atvinnugreinum tengdum henni auk byggingastarfsemi," segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. "Það virðast ansi margir vera að koma inn í ferðaþjónustuna sem ekki eru með sín mál í lagi. Fyrirtæki eru rekin án leyfis og starfsmenn á atvinnuleysisbótum eru í svartri vinnu. Það eru margir smáir í þessu og keppa þá ekki á sama grunni." Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, tekur undir það að svört atvinnustarfsemi sé stórt vandamál í ferðaþjónustunni. "Við höfum bent á að fjöldi gististaða hafi ekki starfsleyfi. Þessa aðila þarf að finna. Þarna eru peningar fyrir ríkissjóð ef menn taka almennilega á þessum vanda í stað þess að skattpína löghlýðin fyrirtæki. Þarna er verk að vinna. Auðvitað starfa flest öll fyrirtækin samkvæmt lögum og reglu en það er óþolandi fyrir þau að keppa við svarta markaðinn." Að sögn Skúla eru talsverð brögð að því að í byggingastarfsemi séu menn sem í raun eru launþegar skráðir sem verktakar. "Þeir eru skráðir sem slíkir og eiga þá sjálfir að standa skil á öllum gjöldum. Í einhverjum tilvikum eru þeir á atvinnuleysisbótum." Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir ljóst að styrkja þurfi reglurnar í kringum atvinnustarfsemi og framkvæmdina til að tryggja að hægt sé að fylgja eftir þeim upplýsingum sem berast. "Það er ekki nóg að auka eftirlit," segir Halldór. - ibs Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Svört atvinnustarfsemi virðist færast í vöxt í ferðaþjónustu og byggingastarfsemi. Þetta hefur komið í ljós í sumar í könnunum ríkisskattstjóra, Alþýðusambands Íslands (ASÍ), og Samtaka atvinnulífsins (SA), í tengslum við átakið Leggur þú þitt af mörkum? Átakinu er beint gegn svartri atvinnustarfsemi. "Nú höfum við beint sjónum að ferðaþjónustunni og atvinnugreinum tengdum henni auk byggingastarfsemi," segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. "Það virðast ansi margir vera að koma inn í ferðaþjónustuna sem ekki eru með sín mál í lagi. Fyrirtæki eru rekin án leyfis og starfsmenn á atvinnuleysisbótum eru í svartri vinnu. Það eru margir smáir í þessu og keppa þá ekki á sama grunni." Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, tekur undir það að svört atvinnustarfsemi sé stórt vandamál í ferðaþjónustunni. "Við höfum bent á að fjöldi gististaða hafi ekki starfsleyfi. Þessa aðila þarf að finna. Þarna eru peningar fyrir ríkissjóð ef menn taka almennilega á þessum vanda í stað þess að skattpína löghlýðin fyrirtæki. Þarna er verk að vinna. Auðvitað starfa flest öll fyrirtækin samkvæmt lögum og reglu en það er óþolandi fyrir þau að keppa við svarta markaðinn." Að sögn Skúla eru talsverð brögð að því að í byggingastarfsemi séu menn sem í raun eru launþegar skráðir sem verktakar. "Þeir eru skráðir sem slíkir og eiga þá sjálfir að standa skil á öllum gjöldum. Í einhverjum tilvikum eru þeir á atvinnuleysisbótum." Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir ljóst að styrkja þurfi reglurnar í kringum atvinnustarfsemi og framkvæmdina til að tryggja að hægt sé að fylgja eftir þeim upplýsingum sem berast. "Það er ekki nóg að auka eftirlit," segir Halldór. - ibs
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira