Innlent

40 krossar til minningar um þá sem sem létust í sjálfsvígum

Krossarnir sem reistir voru í morgun.
Krossarnir sem reistir voru í morgun. MYND / GVA
Snemma í morgun voru settir upp 40 krossar við Austurvöll framan við Dómkirkjuna til að minna á hversu margir látast í sjálfsvígum. Samkvæmt bráðabirgðatölum létust 40 í sjálfsvígum árið 2010 en síðustu ár hefur fjöldinn verið í kringum 33-37 sjálfsvíg á ári. Hæst fóru sjálfsvíg árið 2000 en þá féll 51 fyrir eigin hendi.

Þá hafa verið settar upp gular slaufur á ljósastaura í kringum Tjörnina auk þess sem barmmerki með gulri slaufu eru í sölu til styrktar sjálfsvígsforvörnum og stuðningi við aðstandendur.

Málþing um sjálfsvíg og forvarnir verður í safnaðarheimili Dómkirkjunnar við Tjörnina og hefst það klukkan þrjú í dag.

Þær stofnanir og samtök sem að þessu átaki standar eru:

Þjóðkirkjan; Embætti landlæknis; geðsvið Landspítala háskólasjúkrahúss; Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð; Rauði krossinn; Hugarafl og Geðhjálp, auk aðstandenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×