Innlent

Íbúar Kvennaathvarfsins þurfa meðal annars að sofa á gólfinu

Tölurnar til styrktar Kvennaathvarfinu.
Tölurnar til styrktar Kvennaathvarfinu.
Á þessu þrítugasta afmælisári Kvennaathvarfsins verður blásið lífi í fjáröflunarátakið „Öll með tölu". Nú verður átakið endurtekið með sölu á nýhannaðri tölu með merki athvarfsins. Átakið mun skipta sköpum fyrir framtíð athvarfsins.

Fjáröflunin stendur frá 10.-23. September og markmið hennar er að afla fjármuna til kaupa á stærra húsnæði fyrir Kvennaathvarfið.

Í tilkynningu frá Kvennaathvarfinu segir að undanfarin misseri hafi reglulega komið upp þær aðstæður að herbergin eru yfirfull og konur og börn sem flúðu ofbeldi á heimili sínu hafa þurft að sofa á gólfi, í sófum og í setustofum Kvennaathvarfsins vegna mikillar aðsóknar. Á sama tíma hafa fjárframlög til athvarfsins dregist verulega saman.

Talan er fáanleg í átta litum og verður til sölu í verslunum og á pósthúsum um allt land. Auk þess er hægt að kaupa töluna á vefsíðu átaksins www.ollmedtolu.is

Það er Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sem veitir fyrstu tölunni móttöku í forsætisráðuneytinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×