Innlent

Blæddi úr slagæð

Stuttu eftir miðnætti í nótt kom tæplega fimmtugur karlmaður á slysadeild með slagæðarblæðingu. Hann hafði verið á bar á Laugavegi og fengið þar glas í höfuðið.

Sauma þurfti sextán spor í höfuð mannsins. Dyraverðir á barnum urðu vitni að árásinni og er málið nú í rannsókn.

Mikill mannsöfnuður var í miðborg Reykjavíkur í nótt. Þó nokkur erill var hjá lögreglu og þurfti ítrekað að stilla til friðar þegar átök og pústrar voru milli fólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×