Fleiri fréttir

Mótmælir því að hafa fjárfest án rannsóknar

Helgi Magnússon,formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segir tjón lífeyrissjóðanna við hrunið auðvitað tilfinnanlegt. Mikilvægt sé hins vegar að miða við tímann frá hruni. Þá sé heildarrýrnunin um 380 milljarðar króna en ekki 480 milljarðar.

Hægt að tuttugufalda orkuna

Valdimar Össurarson rekur fyrirtækið Valorku sem hefur hannað samnefndan sjávarhverfil. Hann fékk í október fyrstu verðlaun í keppni Alþjóðasamtaka félaga hugvitsmanna, IIA, fyrir hverfilinn. Valorka stefnir að því að virkja hæga strauma sem eru í röstum og við annes.

Dýrt að valda tjóni við björgun

Björgunarsveitir bera ábyrgð á skemmdum sem verða á bílum sem draga þarf úr snjósköflum og ófærum. Sveitirnar þurfa að borga á annað hundrað þúsund krónur fyrir hvern bíl sem skemmist, ákveði eigandi bílsins að sækja rétt sinn til tryggingarfélagsins.

Athugull sjómaður fann sýkingu í ufsa

Áður óþekkt bandormssýking í ufsa, sem er mikilvægur nytjafiskur á Íslandsmiðum, er til rannsóknar hjá Biopol sjávarlíftæknisetri á Skagaströnd og Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Bandormurinn er þekktur erlendis en engin vitneskja virðist liggja fyrir um þessa tegund bandorms í ufsa.

Vildu loka Þjóðleikhúsinu

Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi gerðu það að tillögu sinni um það leyti sem fjárlagagerð stóð yfir haustið 2009 að loka ríkisreknum menningarstofnunum í sparnaðarskyni. Þjóðleikhúsið var nefnt sérstaklega á nafn og skyldi lokunin standa í þrjú ár. Tillögu AGS var alfarið hafnað.

Gunnar Sigurjónsson býður sig fram til biskups

Séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur í Digraneskirkju, ætlar að bjóða sig fram til biskups. Hann vill taka höndum saman með þeim sem vilja vinna Þjóðkirkjunni til heilla með því að gera veg Krists sem mestan meðal fólks.

Tengsl þyngdar og blóðsykurs rannsökuð

Þeir sem eru of þungir ættu síður að neyta óhollra skyndibita en þeir sem er í kjörþyngd þar sem blóðsykur þyngri einstaklinga hækkar meira eftir neysluna samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Ekki er nóg að horfa á kaloríufjölda og fitumagn þegar matvörur er valdar í innkaupakörfuna.

Innbrot og ölvunarakstur í dag

Tilkynnt var um fjögur innbrot í höfuðborginni í dag. Þar á meðal var brotist inn í listagallerí við Smiðjustíg í Reykjavík. Þar var brotin rúða í kjallara en engu var stolið. Nágranni kom að innbrotsaðila og forðaði hann sér af vettvangi.

Engar viðræður í Kópavogi í dag

Meirihlutaviðræður í Kópavogi munu halda áfram á morgun. Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarflokks, sagðist hafa verið í símabandi við oddvita Sjálfstæðisflokksins og lista Kópavogsbúa.

Hlutfall kvenna með rofna PIP púða hærra hér á landi

Velferðarráðherra segir ekkert komið fram sem skýrir hvers vegna hlutfall kvenna með rofna PIP púða virðist vera mun hærra hér en í öðrum löndum. Ráðherrann segir að mörgum spurningum sé enn ósvarað.

Plus500 býður fjárfestum að veðja á verðbreytingar

Bresk vefsíða sem býður fjárfestum upp á skuldsetta stöðutöku í hlutabréfum, hrávöru og gjaldmiðlum án þess að raunveruleg viðskipti liggi að baki stöðutökunni reynir nú að lokka íslenska fjárfesta í viðskipti. Fjármálaeftirlit erlendis hafa varað við síðunni.

Jón Ásgeir hafnar ábyrgð á tapi lífeyrissjóðanna

Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrum aðaleigandi Baugs, hafnar því að bera ábyrgð á tapi lífeyrissjóðanna á falli Glitnis. Honum finnst hins vegar miður að sjóðirnir hafi tapað á Baugi. Lífeyrissjóðirnir töpuðu samtals 77 milljörðum króna á félögum tengdum Baugi.

Lífeyrissjóðirnar fjármagna Hverahlíðavirkjun

Fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, Björgvin G. Sigurðsson, upplýsti á opnum fundi í Árborg í gær að lífeyrissjóðirnir myndu sjá um að fjármagna Hverahlíðavirkjun á Hellisheiði, ekki Orkuveita Reykjavíkur.

LV hafnar ásökunum rannsóknarnefndar

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hafnar því að hann hafi brotið lög með gerð gjaldmiðlavarnarsamninga en í skýrslu rannsóknarnefndar lífeyrissjóðanna er slíkt gefið í skyn þar sem segir að sjóðurinn hafi með kaupum á gjaldeyristryggingum árið 2008 aukið áhættu sjóðsins - þvert á lögbundið hlutverk sitt.

Skíðasvæði opin í dag

Skíðasvæðin í Oddsskarði og Hlíðarfjalli verða opin í dag á milli klukkan tíu og fjögur síðdegis, en opið er til fimm í Bláfjöllum.

Björt framtíð stofnuð í dag

Nýtt stjórnmálaafl, frjálslynt, grænt og alþjóðlega sinnað var formlega stofnað í dag. Formenn flokksins eru tveir og í stjórn hans situr meðal annarra Borgarstjórinn í Reykjavík.

Landsbankinn hagnast á hækkandi verðlagi

Misvægi í verðtryggðum eignum og skuldum Landsbankans gerir það að verkum að bankinn hagnast um meira en milljarð í hvert skipti sem verðlag hækkar um prósent. Misvægið hefur aukist í Landsbankanum frá hruni, meðan hinir tveir hafa dregið úr því.

Aumingja Ísland, til hamingju!

Brot úr kvikmyndinni Aumingja Ísland var birt á vefsíðunni YouTube fyrr í vikunni. Myndin er framleidd af kvikmyndagerðarmanninum Ara Alexander Ergis Magnússyni.

Skilanefndarmenn með 1.650.000 á mánuði

Skilanefndarmenn þurfa að reikna sér tvöfalt hærri laun en þeir sérfræðingar sem hæst laun hafa í sjálfstæðum rekstri á öðrum sviðum. Gert er ráð fyrir að þeir hafi að minnsta kosti 1650 þúsund krónur á mánuði eftir hækkun á reiknuðu endurgjaldi.

Hreyfingin tilnefnir Bradley Manning til Nóbelsverðlauna

Þinghópur Hreyfingarinnar hefur tilnefnt Bradley Manning til friðarverðlauna Nóbels. Manning er sakaður um að hafa lekið þúsundum skjala til uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks og bíður nú þess að verða dreginn fyrir herdómstól í Bandaríkjunum.

Nýr ritstjóri Eyjunnar ráðinn

Stjórnmálafræðingurinn Magnús Geir Eyjólfsson hefur verið ráðinn ritstjóri Eyjunnar. Magnús tekur við af Karli Th. Birgissyni en hann lét störfum hjá Eyjunni nýlega.

Starfsemi Bitru færist yfir á Sogn

Nú stendur til að breyta húsnæðinu á Sogni í Ölfusi í opið fangelsi. Þetta tilkynnti fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, Björgin G. Sigurðsson á opnum fundi Samfylkingarinnar í Árborg í morgun.

Tveir sjúklingar fluttir með sjúkraflugi

Flogið var sjúkraflug til Grænlands á fimmtudaginn. Sérútbúin flugvél Mýflugs flaug þá til Ammassalik þar sem tveir sjúklingar biðu. Aðeins var hægt að flytja einn sjúkling í einu og þurfti því að fara tvær ferðir.

Erilsöm nótt í höfuðborginni

Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni í Reykjavík. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur. Sú fyrri átti sér stað við Nonnabita á Hafnarstræti en þar hafði stúlka slegið mann í andlitið svo á sást. Gerandinn flúði af vettvangi og eru óljósar upplýsingar um hann. Sá sem var sleginn ætlar ekki að kæra.

Pústrar og ölvunarakstur í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að skemmtistaðnum Spot í Kópavogi vegna slagsmála um tvöleytið í nótt. Einn var handtekinn eftir áflogin og hann vistaður í fangageymslu.

Skíðasvæði opin um allt land - nema í Bláfjöllum

Opið verður á skíðasvæði Siglufjarðar í dag frá 10 - 16 en mikil brettasýning fer þar fram. Er sýningin á vegum Brettafélags Íslands. Aðstandendur sýningarinnar segja að mikið verði hoppað og stokkið og er fjöldi manns komin í bæinn til að taka þátt.

Starfi ekki einir í félagsmiðstöð

Starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar Eldingar í Garði vilja ekki vera einir á vakt á opnunartíma. Þetta kom fram á fundi æskulýðsnefndar í Garði. „Getur þetta haft alvarlegar afleiðingar ef ásakanir kæmu fram um eitthvað misjafnt eða slys verður á staðnum. Einnig ef eitthvað kæmi fyrir starfsmanninn sjálfan. Nefndin er sammála að þetta þurfi að skoða nánar og færa til betri vegar,“ segir æskulýðsnefndin og vísar ábendingunni til bæjaryfirvalda.-

Uglur hópast saman í Laugardal

Uglur hafa hópast saman og haldið til í Laugardalnum í Reykjavík frá því um miðjan janúar. Bæði hafa sést branduglur og eyruglur, en suma daga hafa margir fuglar af þessari sérstöku tegund hópast saman á litlu svæði.

Ráðherra prófar nýja bifreið

Meðal þeirra sem fá að reynsluaka metanbíl frá Metanorku er Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra. Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Metanorku afhenti bílinn síðdegis í gær.

Sjá engin rök fyrir sameiningu

Foreldrar barna í Hamraskóla í Grafarvogi eru ósáttir við flutning unglingadeildar skólans yfir í Foldaskóla. Harðorð ályktun var send út eftir fjölmennan fund í skólanum á miðvikudag þar var sameiningunni er hafnað og farið fram á að fallið verði frá henni.

Ráðherra kallar til samráðs um safnið

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kallaði eftir því á Alþingi í gær að ráðuneytið myndi efna til samráðs, hugsanlega á vettvangi Allsherjar- og menntamálanefndar, um hvaða skal að gert í málefnum Náttúruminjasafns Íslands. Hún segir söfn landsins almennt orðin verulega aðkreppt og því verði að gefa gaum við fjárlagagerð í haust, enda ljóst að komið sé að þolmörkum í niðurskurði.

Gæti skilað inn 12,5 milljónum á ári

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra leggur til að fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli borgi um fimm þúsund krónur fyrir hverja bakgrunnsskoðun starfsmanna sinna. Talið er að fjöldi skoðana sé um 2.500 talsins sem skili um 12,5 milljónum króna á ársgrundvelli. Ráðherra mælti fyrir gjaldtökunni, sem felur í sér breytingu á lögum um loftferðir, á ríkisstjórnarfundi í gær.

Skipt um fulltrúa í bankaráði

Ingibjörg Ingvadóttir, lektor við lagadeild Háskólans á Bifröst, hefur verið kjörin í bankaráð Seðlabankans. Ingibjörg hefur verið varamaður í ráðinu en tekur nú við af þýska hagfræðingnum Daniel Gros. Sæti hennar sem varamaður tekur Jón Helgi Egilsson, hagfræðingur.

Sjá næstu 50 fréttir