Innlent

Skipt um fulltrúa í bankaráði

Lára V. Júlíusdóttir
Lára V. Júlíusdóttir
Ingibjörg Ingvadóttir, lektor við lagadeild Háskólans á Bifröst, hefur verið kjörin í bankaráð Seðlabankans. Ingibjörg hefur verið varamaður í ráðinu en tekur nú við af þýska hagfræðingnum Daniel Gros. Sæti hennar sem varamaður tekur Jón Helgi Egilsson, hagfræðingur.

Sjö fulltrúar eiga sæti í bankaráði Seðlabankans. Þeir eru auk Ingibjargar; Lára V. Júlíusdóttir, Ragnar Arnalds, Björn Herbert Guðbjörnsson, Hildur Traustadóttir, Ragnar Árnason og Katrín Olga Jóhannesdóttir.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×