Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Jón Ísak Ragnarsson og Árni Sæberg skrifa 25. júlí 2025 18:33 Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, ásamt syni sínum. Vísir/Ívar Fannar Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, segir hljóðið þungt í félagsmönnum hans vegna uppsagna sjómanna Einhamars í Grindavík. Forstjóri félagsins segir aðeins um skipulagsbreytingar að ræða og sjómenn verði ráðnir á ný eftir að hafa unnið sex mánaða uppsagnarfrest. Þá verði stöður sameinaðar en sjómönnum ekki fækkað. Einar Hannes gefur lítið fyrir þessar skýringar. „Ég held að þetta sé á mjög gráu svæði, þar sem túrarnir á þessum skipum eru allt upp í tvo sólarhringa, þeir mega ekki fara yfir fjórtán klukkustundir, sem er einsdæmi ef þeir ná því,“ segir Einar. „Nú þurfum við í verkalýðshreyfingunni bara að herja á bæði Samgöngustofu og vaktstöðu siglinga, til þess að menn séu rétt skráðir um borð í þessi skip.“ Þá segir hann ekki rétt að sjómennirnir sem sagt var upp séu aðeins fjórir. „Þeir segja að það séu fjórir starfsmenn Einhamars sem er sagt upp, sem getur verið rétt, en hann er með þetta í þremur félögum. Hann er með þetta í Elvis ehf., Hlöðum og Einhamri, þannig þetta eru þrjú félög sem eru undir.“ Og þá fleiri sjómenn eða hvað? „Já miðað við það sem hann segir við ykkur, þetta eru ekki fjórir sjómenn, þetta eru fimmtán til tuttugu sjómenn.“ Útgerðin segi bara það sem hentar Einar gefur einnig lítið fyrir skýringar Einhamars, sem fullyrtu að ráðast þyrfti í skipulagsbreytingar vegna minnkandi aflaheimilda og hækkunar veiðigjalda. „Útgerðarmenn segja bara það sem hentar núna. Einhamar seafood skilaði næstum því 600 milljón króna hagnaði í fyrra. Hvenær er nóg, nóg?“ Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
„Ég held að þetta sé á mjög gráu svæði, þar sem túrarnir á þessum skipum eru allt upp í tvo sólarhringa, þeir mega ekki fara yfir fjórtán klukkustundir, sem er einsdæmi ef þeir ná því,“ segir Einar. „Nú þurfum við í verkalýðshreyfingunni bara að herja á bæði Samgöngustofu og vaktstöðu siglinga, til þess að menn séu rétt skráðir um borð í þessi skip.“ Þá segir hann ekki rétt að sjómennirnir sem sagt var upp séu aðeins fjórir. „Þeir segja að það séu fjórir starfsmenn Einhamars sem er sagt upp, sem getur verið rétt, en hann er með þetta í þremur félögum. Hann er með þetta í Elvis ehf., Hlöðum og Einhamri, þannig þetta eru þrjú félög sem eru undir.“ Og þá fleiri sjómenn eða hvað? „Já miðað við það sem hann segir við ykkur, þetta eru ekki fjórir sjómenn, þetta eru fimmtán til tuttugu sjómenn.“ Útgerðin segi bara það sem hentar Einar gefur einnig lítið fyrir skýringar Einhamars, sem fullyrtu að ráðast þyrfti í skipulagsbreytingar vegna minnkandi aflaheimilda og hækkunar veiðigjalda. „Útgerðarmenn segja bara það sem hentar núna. Einhamar seafood skilaði næstum því 600 milljón króna hagnaði í fyrra. Hvenær er nóg, nóg?“
Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði