Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. júlí 2025 21:18 Ingi Þór Hafsteinsson, formaður húsfélagsins við Árskóga. vísir/bjarni Formaður húsfélags við Árskóga vill bjóða borgarstjóra Reykjavíkur í vöfflukaffi eftir að sátt náðist um umdeildan göngustíg sem íbúar hafa mótmælt síðustu vikur. Allt sé gott sem endi vel að mati formannsins. Framkvæmdir við göngustíginn við fjölbýlishús við Árskóga steinsnar frá „græna gímaldinu“ voru stöðvaðar tímabundið í gær eftir mótmæli íbúa en munu nú halda áfram eftr að sátt náðist í málinu. En hvað breyttist? „Það breyttist það náttúrulega að við erum búin að vera mótmæla þessu núna í hálfan mánuð og krefjast breytinga á þessu. Eins og þið sjáið hérna veggina ganga hérna upp í hálfan gluggann hjá fólkinu á enda íbúðinni ég var alltaf að tala um að þetta yrði kjallaraíbúð.“ Margvíslegar breytingar verði á stígnum Greint var frá því í síðustu viku að íbúar í Árskógum hafi ekki fest svefn vegna umræddra framkvæmda. Þegar fréttastofu bar að garði sögðust íbúar sofa mun betur núna en margvíslegar breytingar verða í kjölfar samkomulagsins. „Minni veggurinn verður færður þar sem stóri veggurinn er. Þau lækka síðan stéttina hérna á milli hússins og N1-stöðvarinnar um 50 sentímetra. Þannig að hallinn verður mun þægilegri á stígnum. Þeir ætla að færa göngustíginn 60 sentímetra lengra frá húsinu. Það er töluverður munur. Síðan ætla þeir að breyta ljósastaurunum sem áttu að vera hérna beint fyrir framan svalirnar hjá okkur. Þeir ætla setja bara lága 60 til 70 sentímetra staura á milli svalanna,“ sagði Ingi Þór Hafsteinsson, formaður húsfélags við Árskóga, í samtali við fréttastofu. Þakkar fyrir sig með vöffluboði Ingi segir borgarstjórn eiga hrós skilið fyrir að hlusta á íbúa og koma til móts við þá. Hann þakkar fyrir sig með boði. Er þetta mikill sigur fyrir íbúa? „Við vildum fara lengra, eins og alltaf. En við samþykktum þetta. Fólk á að tala saman í svona málum. Ekki bara vaða yfir menn. Við verðum bara með vöfflukaffi fyrir borgarstjóra þegar þetta allt er búið. Vonandi getur hún komið. Ég hef ekki náð í hana ennþá að vísu. Það er erfitt að ná í borgarstjórann en vonandi mætir hún í vöfflukaffi þegar þetta er búið.“ Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Ætlið þið þá að ganga hérna göngustíginn endilangan og vera með vöfflur við hinn endann? „Akkúrat, það væri mjög sniðugt.“ Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Framkvæmdir við göngustíginn við fjölbýlishús við Árskóga steinsnar frá „græna gímaldinu“ voru stöðvaðar tímabundið í gær eftir mótmæli íbúa en munu nú halda áfram eftr að sátt náðist í málinu. En hvað breyttist? „Það breyttist það náttúrulega að við erum búin að vera mótmæla þessu núna í hálfan mánuð og krefjast breytinga á þessu. Eins og þið sjáið hérna veggina ganga hérna upp í hálfan gluggann hjá fólkinu á enda íbúðinni ég var alltaf að tala um að þetta yrði kjallaraíbúð.“ Margvíslegar breytingar verði á stígnum Greint var frá því í síðustu viku að íbúar í Árskógum hafi ekki fest svefn vegna umræddra framkvæmda. Þegar fréttastofu bar að garði sögðust íbúar sofa mun betur núna en margvíslegar breytingar verða í kjölfar samkomulagsins. „Minni veggurinn verður færður þar sem stóri veggurinn er. Þau lækka síðan stéttina hérna á milli hússins og N1-stöðvarinnar um 50 sentímetra. Þannig að hallinn verður mun þægilegri á stígnum. Þeir ætla að færa göngustíginn 60 sentímetra lengra frá húsinu. Það er töluverður munur. Síðan ætla þeir að breyta ljósastaurunum sem áttu að vera hérna beint fyrir framan svalirnar hjá okkur. Þeir ætla setja bara lága 60 til 70 sentímetra staura á milli svalanna,“ sagði Ingi Þór Hafsteinsson, formaður húsfélags við Árskóga, í samtali við fréttastofu. Þakkar fyrir sig með vöffluboði Ingi segir borgarstjórn eiga hrós skilið fyrir að hlusta á íbúa og koma til móts við þá. Hann þakkar fyrir sig með boði. Er þetta mikill sigur fyrir íbúa? „Við vildum fara lengra, eins og alltaf. En við samþykktum þetta. Fólk á að tala saman í svona málum. Ekki bara vaða yfir menn. Við verðum bara með vöfflukaffi fyrir borgarstjóra þegar þetta allt er búið. Vonandi getur hún komið. Ég hef ekki náð í hana ennþá að vísu. Það er erfitt að ná í borgarstjórann en vonandi mætir hún í vöfflukaffi þegar þetta er búið.“ Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Ætlið þið þá að ganga hérna göngustíginn endilangan og vera með vöfflur við hinn endann? „Akkúrat, það væri mjög sniðugt.“
Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira