Innlent

Skíðasvæði opin um allt land - nema í Bláfjöllum

Lokað er í Bláfjöllum í dag vegna veðurs.
Lokað er í Bláfjöllum í dag vegna veðurs.
Opið verður á skíðasvæði Siglufjarðar í dag frá 10 - 16 en mikil brettasýning fer þar fram. Er sýningin á vegum Brettafélags Íslands. Aðstandendur sýningarinnar segja að mikið verði hoppað og stokkið og er fjöldi manns komin í bæinn til að taka þátt.

Mikið snjóaði í Oddskarði í nótt og verður skíðasvæðið þar opið frá 10 - 16 í dag. Hið sama er upp á teningnum í Hlíðarfjalli en þar afar gott færi.

Það verður hins vegar lokað í Bláfjöllum í dag vegna veðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×