Innlent

Starfi ekki einir í félagsmiðstöð

Starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar vilja ekki vera einir á vakt.
Starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar vilja ekki vera einir á vakt. FRÉTTABLAÐIÐ/jÓN sIGURÐUR
Starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar Eldingar í Garði vilja ekki vera einir á vakt á opnunartíma. Þetta kom fram á fundi æskulýðsnefndar í Garði. „Getur þetta haft alvarlegar afleiðingar ef ásakanir kæmu fram um eitthvað misjafnt eða slys verður á staðnum. Einnig ef eitthvað kæmi fyrir starfsmanninn sjálfan. Nefndin er sammála að þetta þurfi að skoða nánar og færa til betri vegar,“ segir æskulýðsnefndin og vísar ábendingunni til bæjaryfirvalda.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×