Innlent

Sjá engin rök fyrir sameiningu

Unglingadeild skólans á að færast yfir í Foldaskóla frá næsta hausti, en foreldrar eru margir mjög ósáttir við það. fréttablaðið/valli
Unglingadeild skólans á að færast yfir í Foldaskóla frá næsta hausti, en foreldrar eru margir mjög ósáttir við það. fréttablaðið/valli
Foreldrar barna í Hamraskóla í Grafarvogi eru ósáttir við flutning unglingadeildar skólans yfir í Foldaskóla. Harðorð ályktun var send út eftir fjölmennan fund í skólanum á miðvikudag þar var sameiningunni er hafnað og farið fram á að fallið verði frá henni.

Til stendur að unglingadeildir Hamraskóla og Húsaskóla færist yfir í Foldaskóla frá og með næsta hausti. Stýrihópur var skipaður til að sinna sameiningunni og verkefnum sem snúa að breytingum í skólastarfi. Fulltrúar foreldra frá Hamraskóla og Húsaskóla hafa nú sagt sig úr hópnum. Magnea Lena Björnsdóttir, formaður foreldrafélags Húsaskóla, tilkynnti úrsögn sína á miðvikudag. Hún segist ekki trúa á sameininguna lengur. Elín Hjálmsdóttir, formaður foreldrafélags Hamraskóla, hafði sagt sig úr hópnum í síðustu viku vegna óánægju með framgang mála.

„Nú, þegar einungis fjórir mánuðir eru eftir af yfirstandandi skólaári, blasa enn við foreldrum fjölmargir óvissuþættir,“ segir í ályktuninni. Engin sannfærandi rök hafi verið færð fyrir sameiningunni. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×