Innlent

Pústrar og ölvunarakstur í nótt

Þá var einn tekinn grunaður um akstur undir áhrifum lyfja á Selfossi rétt fyrir miðnætti og annar grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna í Keflavík.
Þá var einn tekinn grunaður um akstur undir áhrifum lyfja á Selfossi rétt fyrir miðnætti og annar grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna í Keflavík.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að skemmtistaðnum Spot í Kópavogi vegna slagsmála um tvöleytið í nótt. Einn var handtekinn eftir áflogin og hann vistaður í fangageymslu.

Þrír voru teknir fyrir ölvunarakstur og fjórir voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, en tveir þeirra reyndust réttindalausir. Talsvert var um útköll vegna hávaða í nótt og eitthvað um pústra milli manna auk þess sem átta gista nú fangageymslu fyrir ýmsar sakir.

Sjúkraflutningamenn höfðu í nógu að snúast í nótt og fengu inn á sitt borð þrjátíu og þrjá sjúkraflutninga, þar af 18 neyðartilfelli sem þykir óvenjumikið.

Þá var einn tekinn grunaður um akstur undir áhrifum lyfja á Selfossi rétt fyrir miðnætti og annar grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna í Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×