Fleiri fréttir

Lög um þjóðaratkvæði samþykkt

Alþingi samþykkti á áttunda tímanum í kvöld frumvarp ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna Icsave laganna.

Atkvæðagreiðslan hefst eftir hálfan mánuð

Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave lögin fer fram í síðasta lagi 6. mars en utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst eftir hálfan mánuð. Stjórnarandstaðan vill að úrslitatilraun verði gerð til nýrra samninga en það telja margir flókið á meðan þjóðaratkvæðagreiðsla stendur fyrir dyrum.

Gróft barnaklám í tölvu Facebook nauðgara

Gróft barnaklám fannst í tölvu mannsins sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um kynferðisbrot gegn þremur ungum stúlkum sem hann tældi á Facebook. Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldið yfir manninum í dag.

Varað við flughálku

„Vegna hlýnandi veðurs á landinu og hættu á myndun á flughálku og spá um vaxandi vind á norðvestan- og austanverðu landinu, eru vegfarendur beðnir um að sýna sérstaka aðgát,“ að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Alþingi frestað til 29. janúar

Eftir að þingmenn samþykktu frumvarp ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna Icesave laganna í kvöld var Alþingi frestað. Þing kemur næst saman föstudaginn 29. janúar.

Hávaði frá götusóp yfir leyfilegum hávaðamörkum

Hávaði frá götusóp sem notaður hefur verið í miðborg Reykjavíkur er yfir leyfilegum hávaðamörkum. Borgin lét framkvæma hávaðamælingu á tveimur sópum vegna kvartana frá íbúum og hefur notkun sópsins nú verið hætt.

Reyndu að laumast um borð á fleka

Tveir menn sigldu á fleka að skipinu Reykjafossi þar sem það lá við bryggju í Stundahöfn í nótt og reyndu að laumast um borð. Annar þeirra er Albani en hinn frá Líbýu og báðir hafa dvalist hér í nokkurn tíma. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Þar kom fram að þetta væri þriðja tilraunin sem gerð hafi verið í haust til að lauma sér með skipum Eimskipafélagsins.

Smábátar breytast í tröllabáta

Smábátar landsins eru að verða æ tröllslegri og beita trillukarlar ýmsum hundakúnstum til að stækka bátana til hins ítrasta án þess þó að þeir hætti að teljast smábátar.

Níu manns í haldi vegna aðgerða lögreglu

Átta kíló af hvítum efnum og meira en fjögur þúsund e-töflur hafa náðst í aðgerðum lögreglu gegn fíkniefnasmyglurum undanfarnar vikur. Níu manns eru í haldi vegna þessara aðgerða.

Forstöðumenn tveggja ríkisstofnanna áminntir

Alls hefur tveimur forstöðumönnum ríkisstofnana verið veitt áminning á síðustu tíu árum vegna eyðslu umfram fjárheimildir. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um eyðslu umfram fjárheimildir. Ekki kemur fram um forstöðumenn hvaða stofnanna sé um að ræða.

Önnur umræða hafin

Allsherjarnefndar hefur fjallað í dag um frumvarp ríkisstjórnarinnar þjóðaratkvæaðagreiðslu en önnur umræða hófst skömmu eftir klukkan sex. Til stóð að þingfundur hæfjist einum og hálfum tíma fyrr.

Þingfundi ítrekað frestað

Til stóð að önnur umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu hæfist klukkan hálf fimm í dag en þingfundi hefur ítrekað verið frestað. Allsherjarnefnd hefur fjallað um frumvarpið frá því að fyrstu umræðu lauk á þriðja tímanum fyrr í dag. Til stendur að þingfundur hefjist klukkan sex en áætlanir ríkisstjórnarinnar ganga út á að frumvarpið verði orðið að lögum í lok dags.

Fjármálaráðherra sáttur við svör kollega sinna

Fjármálaráðherra fundaði í dag með fjármálaráðherrum Noregs og Danmerkur auk utanríkisráðherra Noregs, auk þess sem hann ræddi símleiðis við fjármálaráðherra Finnnlands. Í gær átti hann símafund með fjármálaráðherra Svíðþjóðar.

Stefndi lögreglukonu í hættu

Karlmaður var í dag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna í hættu lífi og heilsu lögreglukonu á bílastæði við Ugluhóla í Reykjavík.

Nýr samningum um Vaktstöð siglinga undirritaður

Nýr þjónustusamningur milli Siglingastofnunar Íslands og Neyðarlínunnar um rekstur Vaktstöðvar siglinga var undirritaður í hádeginu í dag. Eldri samningur hefur verið í gildi frá árinu 2004.

Fálki gæddi sér á dúfu - myndir

Glæsilegur fálki gæddi sér á dúfu í garði við Kleifarveg í Reykjavík í gær. Ólafur Níelsen fuglafræðingur segir að sennilegast sé um að ræða ungan karlfugl.

Fyrstu umræðu um þjóðaratkvæðagreiðslu lokið

Fyrstu umræðu um frumvarp vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave er lokið og hefur málið verið sent allsherjarnefnd til umfjöllunar. Gert er ráð fyrir að önnur umræða um málið muni svo hefjast á Alþingi klukkan hálffimm. Áætlanir ríkisstjórnarinnar ganga út á að frumvarpið verði orðið að lögum í lok dags.

Icesave: Samningar taki mið af lagalegri óvissu

Dr. Michael Waibel, sérfræðingur í alþjóðalögum við háskólann í Cambridge á Englandi segir enga klára lagaskyldu hvíla á herðum Íslendinga til þess að borga Icesave-skuldina.

Enn sofandi í öndunarvél

Manninum, sem hlaut alvarlega höfuðáverka í vélsleðaslysi, á Funahöfða í Reykjavik í gær er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild. Svo virðist vera sem maðurinn hafi ekið vélsleðanum á vegg þegar að hann var að prófa hann að lokinni viðgerð.

Víst vilja framsóknarmenn atkvæðagreiðslu

Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins segir alrangt að hans flokkur hafi skipt um skoðun varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Icesave-málinu. Jóhanna Sigurðardóttir hefur sagt undrandi á því sem hún kallar viðsnúning stjórnarandstöðunnar í málinu.

Brynjar Logi kominn í leitirnar

Brynjar Logi Barkarson strauk frá Stuðlum þriðja janúar síðastliðinn og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði lýst eftir, er fundinn heill á húfi.

Hafís kemur í veg fyrir loðnuleit

Hafís kemur í veg fyrir að hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson geti leitað að loðnu á stóru svæði út af Vestfjörðum. Miklar vonir eru bundnar við árangur af leitinni, því ekki hefur enn verið gefinn út neinn byrjunarkvóti fyrir vertíðina. Veðurstofan og Landhelgisgæslan sendu í gærkvköldi út tilkynningu þar sem segir að gera megi ráð fyrir að ísinn fari að verða varasamur á siglingaleiðinni frá Barða og norður á Straumnes, og að hún geti jafnvel lokast á næstu dögum.

Gylfi: Best væri að sleppa þjóðaratkvæðagreiðslunni

„Ef sá kostur væri í boði að sleppa þjóðaratkvæðagreiðslunni , myndi ég velja hann.“ Þetta er haft eftir Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra í grein í breska blaðinu Independent í dag. „Ef slík lausn fyndist, sem væri ásættanleg fyrir alla aðila held ég að allir yrðu glaðir með að sjá fyrir endan á þessu máli,“ segir Gylfi en bætir við að slík lausn gæti ekki falið í sér ríkisábyrgð af neinu tagi þar sem það myndi kalla á nýtt lagafrumvarp.

Þrjú innbrot í Reykjavík

Þrjú innbrot voru framin í Reykjavík í nótt. Fyrst var brotist inn í bíl við Kringlubíó rétt eftir miðnætti og þaðan stolið veski. Þá var brotist inn í fyrirtæki við Sléttuveg laust eftir miðnætti. Vitni sáu þrjá pilta hlaupa af vettvangi eftir að öryggiskerfi fór í gang.

Fjórir handteknir í Keflavík

Lögreglan á Suðurnesjum upprætti fíkniefnasamkvæmi í Keflavík í nótt og handtók fjóra menn. Lögregla kom fólkinu að óvörum þannig að því gafst ekki ráðrúm til að koma neinu undan. Við leit í húsnæðinu fundust 20 grömm af hassi, 60 grömm af marijuana og 30 grömm af hvítu efni, annaðhvort anfetamíni eða kókaíni. Fólkinu var sleppt að yfirheyrslum loknum.

Fylgi Vinstri grænna eykst um fjórðung

Stuðningur við Vinstri græn eykst verulega samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Fylgi við Samfylkinguna minnkar, en stjórnarflokkarnir myndu halda meirihluta yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við útkomuna í könnuninni.

Stjórnin heldur meirihluta

Stjórnarflokkarnir mælast með stuðning samtals 53,2 kjósenda samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Vinstri græn bæta við sig rúmum fjórðungi og tveimur þingmönnum, en fylgi við Samfylkinguna dregst saman og flokkurinn myndi missa tvo þingmenn samkvæmt könnuninni.

Framkvæma fyrir milljarð án lántöku

„Þetta eru meðvitaðar aðgerðir til þess að reyna að halda uppi atvinnustiginu,“ segir Kristján Haraldsson, orkubústjóri í Orkubúi Vestfjarða, sem hyggur á framkvæmdir fyrir um eitt þúsund milljónir króna.

Lítill skaði ef þjóðin samþykkir

Stjórnmál Verði hægt að gera fólki grein fyrir þeim kostum sem raunhæfir eru í atkvæðagreiðslu um lög um ríkisábyrgð á Icesave skuldbindingum Tryggingasjóðs innstæðueigenda þá kveðst Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra nokkuð bjartsýnn á að lögin verði samþykkt. Þetta kom fram á símafundi sem Íslensk-ameríska verslunarráðið stóð fyrir með ráðherranum og sérfræðingum á fjármálamarkaði laust fyrir hádegi að staðartíma í Bandaríkjunum í gær.

Kaupa stórhýsi fyrir sendiráð

Kínverska sendiráðið hefur fest kaup á stórhýsi á Skúlagötu 51 og hyggst flytja þangað starfsemi sína. Um er að ræða 4.182 fermetra nýbyggingu beint neðan við lögreglustöðina á Hverfisgötu. Það var félagið 2007 ehf. sem seldi Kínverjum húsið í desember.

Stefnt á að ljúka málinu í dag

Stjórnarfrumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna synjunar forseta verður tekið til meðferðar á Alþingi í dag. Málið verður lagt fram á þingfundi, sem hefst klukkan hálf ellefu, og er stefnt að því að lögfesta það áður en dagur er að kveldi kominn.

Sala píputóbaks jókst um 40%

Rúmlega sex prósenta samdráttur var í sígarettusölu á síðasta ári miðað við árið á undan. Rúmlega ein og hálf milljón kartona af sígarettum var seld á síðasta ári, um hundrað þúsund færri en 2008. Tíu pakkar eru í kartoni og tuttugu sígarettur í pakka. Sígarettusala jókst örlítið milli áranna 2007 og 2008.

Sagðir skýla óstjórn með bankahruni

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði segja meirihluta Samfylkingarinnar hafa stundað glannalega fjármálastjórn og það sjáist glögglega í fjárhagsáætlun næsta árs.

Ein vika er langur tími í pólitíkinni

Nokkrir þingmenn sem studdu tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkisábyrgð Icesave fyrir viku hafa nú lýst yfir andstöðu við að slík atkvæðagreiðsla fari fram

„Skrítið að segja lögin ómerk“

Ólafur Ragnar Grímsson er þeirrar skoðunar, sem fyrr, að felli þjóðin ný lög um Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu þá verði eldri lög um ríkisábyrgð, sem samþykkt voru í lok ágúst, eftir sem áður í gildi. Um þetta ríkir þó óvissa þar sem ríkisábyrgðin sem lögin fjalla um er háð því að viðsemjendur Íslands, Bretar og Hollendingar, viðurkenni þá fyrirvara sem þar eru tilgreindir. Björg Thorarensen, deildarforseti lagadeildar HÍ, hefur bent á að lögin taki gildi en ríkisábyrgðin verði hins vegar ekki virk nema viðsemjendur fallist á fyrirvarana.

Rétt að fara á byrjunarreit

Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, sagði í samtali við RÚV í gær að of mikill þrýstingur hafi verið settur á Íslendinga í Icesave-málinu. Hennar skoðun er sú að ekkert liggi á í málinu, enda sé verið að fjalla um samkomulag sem eigi að gilda til ársins 2024, og fara eigi aftur á byrjunarreit með samningana.

Telur ákvörðun sína styrkja stöðu Íslands

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur áhrif ákvörðunar hans um að synja Icesave-lögunum staðfestingar hafa verið minni en hann átti von á. Bæði ætti það við um viðbrögð stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi og fjármálaheimsins. Hann segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hefur tekið en hún hefur að hans mati styrkt stöðu Íslands í deilunni.

Sjá næstu 50 fréttir