Innlent

Dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um þjóðaratkvæðagreiðslu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Starfsmenn Alþingis dreifa frumvarpinu.
Starfsmenn Alþingis dreifa frumvarpinu. MYND/Sigurjón
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um þjóðaratkvæðagreiðslu laust eftir að framhaldsfundur á Alþingi hófst á ellefta tímanum í morgun.

Til stendur að ljúka málinu í dag og því þurfti að leita afbrigða til þess að hægt væri að taka málið til fyrstu umræðu.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, tók fram að þingfundur gæti staðið fram á kvöld.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram á laugardegi, 20. febrúar, 27 febrúar eða 6. mars.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×