Innlent

Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Facebook nauðgara staðfestur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd úr safni. Mynd/ GVA.
Mynd úr safni. Mynd/ GVA.
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á þrítugsaldri, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þremur stúlkum á aldrinum 13 til 16 ára.

Maðurinn kynntist stúlkunum á Facebook samskiptavefnum eins og rakið hefur verið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ítarlega verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.


Tengdar fréttir

Móðir fórnarlambs Facebook nauðgara: Kerfið brást

Tuttugu og eins árs karlmaður var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gegn þremur stúlkum. Móðir stúlkunnar, sem fyrst var brotið á, furðar sig á því að maðurinn hafi verið látinn ganga laus og fengið þannig tækifæri á að brjóta gegn tveimur til viðbótar.

Í varðhaldi vegna áreitis á Facebook

Maður á þrítugsaldri situr nú í gæsluvarðhaldi eftir að hafa átt í vafasömum samskiptum við þrjár ungar stúlkur á Facebook. Þær eru þrettán og fjórtán ára.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×