Innlent

Reyndu að laumast um borð á fleka

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Tveir menn sigldu á fleka að skipinu Reykjafossi þar sem það lá við bryggju í Stundahöfn í nótt og reyndu að laumast um borð. Annar þeirra er Albani en hinn frá Líbýu og báðir hafa dvalist hér í nokkurn tíma. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Þar kom fram að þetta væri þriðja tilraunin sem gerð hafi verið í haust til að lauma sér með skipum Eimskipafélagsins.

Illa hefur gengið að yfirheyra mennina í dag vegna tungumálaörðugleika. Lögregla íhugar að óska eftir gæsluvarðhalds yfir mönnunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×