Innlent

Alþingi frestað til 29. janúar

Frá Alþingi fyrr í dag. Forsætisráðherra í pontu.
Frá Alþingi fyrr í dag. Forsætisráðherra í pontu. Mynd/GVA
Eftir að þingmenn samþykktu frumvarp ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna Icesave laganna í kvöld var Alþingi frestað. Þing kemur næst saman föstudaginn 29. janúar.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði sátt vera um þá dagsetingu meðal þingflokka. „Ég reikna þó með því að fyrr í þeirri viku geti nefndir Alþingis sem þess þurfa haldið fundi og unnið í þeim málum sem fyrir liggja.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×