Innlent

Þingfundi ítrekað frestað

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. Mynd/GVA
Til stóð að önnur umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu hæfist klukkan hálf fimm í dag en þingfundi hefur ítrekað verið frestað. Allsherjarnefnd hefur fjallað um frumvarpið frá því að fyrstu umræðu lauk á þriðja tímanum fyrr í dag. Til stendur að þingfundur hefjist klukkan sex en áætlanir ríkisstjórnarinnar ganga út á að frumvarpið verði orðið að lögum í lok dags.

Alþingi kom saman í morgun í fyrsta sinn á þessu ári og var frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslu lagt fram við upphaf fundar. Þetta er sögulegur þingfundur því aldrei hafa verið sett lög um þjóðaratkvæðagreiðslu frá 1944 þegar samþykkt var að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um fyrstu stjórnarskrá lýðveldisins. Fyrsta umræða hófst svo skömmu eftir að frumvarpið var lagt fram.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×