Innlent

Stefndi lögreglukonu í hættu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þrjátíu og sex ára gamall karlmaður var í dag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna í hættu lífi og heilsu lögreglukonu á bílastæði við Ugluhóla í Reykjavík.

Atvikið varð þann 19. nóvember síðastliðinn. Lögreglukonan hugðist, ásamt öðrum lögreglumanni, hafa afskipti af manninum. Minnstu munaði að hann æki bifreið sinni á lögreglukonuna þegar að hann reyndi að flýja af vettvangi. Lögreglukonan slapp hins vegar ómeidd.

Maðurinn hefur hlotið fimm refsidóma, ýmist fyrir fíkniefna- eða hegningarlagabrot, að því er frá greinir í dómnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×