Innlent

Varað við flughálku

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
„Vegna hlýnandi veðurs á landinu og hættu á myndun á flughálku og spá um vaxandi vind á norðvestan- og austanverðu landinu, eru vegfarendur beðnir um að sýna sérstaka aðgát," að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Hálka og hálkublettir eru á ýmsum leiðum um Suður- og Suðausturland.

Nokkur hálka er á Vesturlandi, ýmist skráð sem hálka eða hálkublettir. Þó er flughált á Útnesvegi. Á Vestfjörðum er hálka víðast hvar.

Á Norðurlandi eru hálkublettir víða í Húnavatnssýslum og Skagafirði en öllu meiri hálka við Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslum.

Þá er hálka eða snjóþekja víða á Austurlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×