Innlent

Fjármálaráðherra sáttur við svör kollega sinna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjármálaráðherra fundaði í dag með fjármálaráðherrum Noregs og Danmerkur auk utanríkisráðherra Noregs, auk þess sem hann ræddi símleiðis við fjármálaráðherra Finnnlands. Í gær átti hann símafund með fjármálaráðherra Svíðþjóðar.

Tilefni fundanna var að upplýsa um þá stöðu sem komið hefur upp eftir ákvörðun forseta Íslands um að neita að staðfesta svokölluð Icesave lög og vísa þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá voru rædd þau áhrif sem þessi staða kynni að hafa á framgang þeirra lánasamninga sem í gildi eru á milli Íslands og Norðurlandanna.

„Ég er almennt sáttur við þau svör sem ég fékk frá ráðherrunum eftir að hafa kynnt þeim okkar stöðu og vona að greitt hafi verið úr þeirri óvissu sem upp hafði komið. Það er, og hefur verið, mikilvægt að góð samskipti og samvinna sé á milli íslenskra og norrænna stjórnvalda og hafa þessir fundir tryggt að svo verði áfram," segir Steingrímur í fréttatilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×