Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. júlí 2025 08:16 Björn Skúlason, eiginmaður forseta Íslands, rekur heilsufyrirtækið Just Björn. Vísir/Samsett Björn Skúlason, eiginmaður Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, óskaði á föstudag Bandaríkjamönnum til hamingju þjóðhátíðardag sinn og sagði að fagna skyldi frelsinu „okkar.“ Á sautjánda júní birti hann fræðifærslu um meltingargerla. Björn Skúlason rekur fyrirtæki sem heitir Just Björn og sýslar með fæðubótarefni og heilsuvörur unnar með kollageni. Hugrakkar hetjur sem börðust fyrir frelsi „okkar“ Í fyrradag, á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, birtist færsla á reikning fyrirtækisins á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann óskar Bandaríkjamönnum til hamingju með ansi athyglisverðu orðalagi, miðað við það að hann sé maki forseta Íslands. „Gleðilegan þjóðhátíðardag! Í dag fögnum við frelsi okkar og hugrökku hetjunum sem börðust fyrir því. Söfnumst saman vinir og fjölskylda, grillum, horfum á flugelda og segjum sögur af samheldni og von,“ stendur í færslunni. Í umræddri færslu hvetur hann fylgjendur sína til að fagna Bandaríkjaher.Skjáskot Á sautjánda júní birtist ein færsla á reikningnum. Hún lýtur að næringarfræði og er henni ætlað að fræða fylgjendur um muninn á svokölluðum forlífsgerlum og meltingargerlum. „Þegar kemur að þarmaheilsu hefurðu eflaust heyrt talað um forlífsgerla og meltingargerla. Þeir kunna að hljóma líkir og báðir stuðla að heilbrigðri þarmaflóru en þeir sinna ólíkum hlutverkum í meltingarkerfi okkar,“ segir í færslunni sem er ekki beint þjóðlegur fróðleikur. Fyrirtækið skráð í Bandaríkjunum Eftir því sem blaðamaður kemst næst er félagið Just Björn skráð í Delaware-ríki í austanverðum Bandaríkjunum sem er algengt fyrir fyrirtæki af sama toga og Björns sem eru rekin úr New York-ríki. Fyrirtækið er skráð sem svokallað public benefit corporation eða almannahagsmunafyrirtæki. Slík fyrirtæki skuldbinda sig til að taka tillit til hagsmuna hluthafa og samfélagsins í heild og gera grein fyrir samfélagslegum áhrifum sínum opinberlega. Birni Skúlasyni er umhugað um þarmaflóruna.Skjáskot Þó svo að fyrirtækið sé skráð í Bandaríkjunum er það óneitanlega rekið af Birni Skúlasyni af Bessastöðum og á eigin reikningi á samfélagsmiðlum titlar Björn sig fyrst og fremst stofnanda og forstjóra Just Björn. Delaware-ríki er ekki skylt að gefa upp starfsmannaskrár opinberlega þannig að ekki er hægt að sjá hvort samfélagsmiðlastjóri sé á mála hjá fyrirtækinu en Björn Skúlason talar ítrekað um sig í fyrstu persónu í færslum á reikningnum. Forseti Íslands 17. júní Halla Tómasdóttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Sjá meira
Björn Skúlason rekur fyrirtæki sem heitir Just Björn og sýslar með fæðubótarefni og heilsuvörur unnar með kollageni. Hugrakkar hetjur sem börðust fyrir frelsi „okkar“ Í fyrradag, á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, birtist færsla á reikning fyrirtækisins á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann óskar Bandaríkjamönnum til hamingju með ansi athyglisverðu orðalagi, miðað við það að hann sé maki forseta Íslands. „Gleðilegan þjóðhátíðardag! Í dag fögnum við frelsi okkar og hugrökku hetjunum sem börðust fyrir því. Söfnumst saman vinir og fjölskylda, grillum, horfum á flugelda og segjum sögur af samheldni og von,“ stendur í færslunni. Í umræddri færslu hvetur hann fylgjendur sína til að fagna Bandaríkjaher.Skjáskot Á sautjánda júní birtist ein færsla á reikningnum. Hún lýtur að næringarfræði og er henni ætlað að fræða fylgjendur um muninn á svokölluðum forlífsgerlum og meltingargerlum. „Þegar kemur að þarmaheilsu hefurðu eflaust heyrt talað um forlífsgerla og meltingargerla. Þeir kunna að hljóma líkir og báðir stuðla að heilbrigðri þarmaflóru en þeir sinna ólíkum hlutverkum í meltingarkerfi okkar,“ segir í færslunni sem er ekki beint þjóðlegur fróðleikur. Fyrirtækið skráð í Bandaríkjunum Eftir því sem blaðamaður kemst næst er félagið Just Björn skráð í Delaware-ríki í austanverðum Bandaríkjunum sem er algengt fyrir fyrirtæki af sama toga og Björns sem eru rekin úr New York-ríki. Fyrirtækið er skráð sem svokallað public benefit corporation eða almannahagsmunafyrirtæki. Slík fyrirtæki skuldbinda sig til að taka tillit til hagsmuna hluthafa og samfélagsins í heild og gera grein fyrir samfélagslegum áhrifum sínum opinberlega. Birni Skúlasyni er umhugað um þarmaflóruna.Skjáskot Þó svo að fyrirtækið sé skráð í Bandaríkjunum er það óneitanlega rekið af Birni Skúlasyni af Bessastöðum og á eigin reikningi á samfélagsmiðlum titlar Björn sig fyrst og fremst stofnanda og forstjóra Just Björn. Delaware-ríki er ekki skylt að gefa upp starfsmannaskrár opinberlega þannig að ekki er hægt að sjá hvort samfélagsmiðlastjóri sé á mála hjá fyrirtækinu en Björn Skúlason talar ítrekað um sig í fyrstu persónu í færslum á reikningnum.
Forseti Íslands 17. júní Halla Tómasdóttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Sjá meira