Innlent

Fyrstu umræðu um þjóðaratkvæðagreiðslu lokið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frumvarpið var lagt fyrir Alþingi í morgun. Mynd/ Sigurjón.
Frumvarpið var lagt fyrir Alþingi í morgun. Mynd/ Sigurjón.
Fyrstu umræðu um frumvarp vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave er lokið og hefur málið verið sent allsherjarnefnd til umfjöllunar. Gert er ráð fyrir að önnur umræða um málið muni svo hefjast á Alþingi klukkan hálffimm. Áætlanir ríkisstjórnarinnar ganga út á að frumvarpið verði orðið að lögum í lok dags.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×