Innlent

Önnur umræða hafin

Mynd/Anton Brink

Allsherjarnefndar hefur fjallað í dag um frumvarp ríkisstjórnarinnar þjóðaratkvæaðagreiðslu en önnur umræða hófst skömmu eftir klukkan sex. Til stóð að þingfundur hæfjist einum og hálfum tíma fyrr.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður nefndarinnar, sagði að fjölmargir gestir hefðu komið á fund nefndarinnar í dag, þar á meðal hafi verið lögspekingar og sérfræðingar hjá ráðuneytinum og Háskóla Íslands.

Alþingi kom saman í morgun í fyrsta sinn á þessu ári og var frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslu lagt fram við upphaf fundar. Fyrsta umræða hófst skömmu síðar og henni lauk á þriðja tímanum í dag.

Áætlanir ríkisstjórnarinnar ganga út á að frumvarpið verði orðið að lögum í lok dags.


Tengdar fréttir

Stefnt á að ljúka málinu í dag

Stjórnarfrumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna synjunar forseta verður tekið til meðferðar á Alþingi í dag. Málið verður lagt fram á þingfundi, sem hefst klukkan hálf ellefu, og er stefnt að því að lögfesta það áður en dagur er að kveldi kominn.

Víst vilja framsóknarmenn atkvæðagreiðslu

Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins segir alrangt að hans flokkur hafi skipt um skoðun varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Icesave-málinu. Jóhanna Sigurðardóttir hefur sagt undrandi á því sem hún kallar viðsnúning stjórnarandstöðunnar í málinu.

Fyrstu umræðu um þjóðaratkvæðagreiðslu lokið

Fyrstu umræðu um frumvarp vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave er lokið og hefur málið verið sent allsherjarnefnd til umfjöllunar. Gert er ráð fyrir að önnur umræða um málið muni svo hefjast á Alþingi klukkan hálffimm. Áætlanir ríkisstjórnarinnar ganga út á að frumvarpið verði orðið að lögum í lok dags.

Þingfundi ítrekað frestað

Til stóð að önnur umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu hæfist klukkan hálf fimm í dag en þingfundi hefur ítrekað verið frestað. Allsherjarnefnd hefur fjallað um frumvarpið frá því að fyrstu umræðu lauk á þriðja tímanum fyrr í dag. Til stendur að þingfundur hefjist klukkan sex en áætlanir ríkisstjórnarinnar ganga út á að frumvarpið verði orðið að lögum í lok dags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×