Fleiri fréttir Varaformaðurinn rekinn af Mogganum „Mér finnst ástæðurnar sem eru nefndar fyrir uppsögninni vera mjög ótrúverðugar þar sem vísað er í skipulagsbreytingar og hagræðingaraðgerðir frá því í september. Síðan þá hefur ýmislegt breyst og fjölmargir blaðamenn látið af störfum og nýir komið inn. Mér finnst því hæpið að vísa í nokkurra mánaða gamlar hagræðingaraðgerðir nú um áramótin,“ segir Elva Björk Sverrisdóttir, varaformaður Blaðamannafélagins, en henni var sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu í síðustu viku. Hún hefur verið í fæðingarorlofi og átti að hefja störf að nýju síðastliðinn mánudag. 7.1.2010 20:43 Femínstar krefjast að erótískum vef verði lokað Femínistafélag Íslands krefst þess að íslenskum erótískum samskiptavef verði lokað þar sem ljóst þykir að hann ætli að stuðla að vændi íslenskra kvenna. Þá gagnrýnir félagið harðlega frétt um vefinn sem birtist á Vísi í gær. 7.1.2010 21:22 Þingfundur á morgun Alþingi kemur saman á morgun en þá verður frumvarpi til laga um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu dreift. Rúm viku er síðan að fundum Alþingis var frestað til 26. janúar en vegna ákvörðunar forseta Íslands að staðfesta ekki Icesave lögin og vísa þeim þess í stað til þjóðarinnar koma þingmenn saman að nýju á morgun. 7.1.2010 21:09 Formaður fulltrúaráðsins vísar orðum bæjarstjórans á bug Formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi vísar á bug orðum Gunnsteins Sigurðssonar, bæjarstjóra og oddvita sjálfstæðismanna, um að togstreita og óróleiki sé meðal sjálfstæðismanna í Kópavogi. Ekkert sé fjærri sannleikanum. 7.1.2010 20:13 Færri brjóstastækkanir Eftirspurn eftir lýtaaðgerðum hefur dregist saman um næstum fjórðung á síðustu mánuðum. Einkum hefur þeim fækkað sem sækjast eftir fitusogi og brjóstastækkunum. 7.1.2010 19:19 Jóhanna útilokar ekki að skipuð verði ný samninganefnd Forsætisráðherra segist þurfa að sjá mikla samstöðu hjá þingi og þjóð ef setja eigi nýja samninganefnd til að semja aftur við Breta og Hollendinga um Icesave. Hún útilokar ekkert í þeim efnum en segir þó mikilvægt að réttur almennings til að kjósa um málið verði virtur. 7.1.2010 18:49 Á gjörgæslu eftir að vélsleða var ekið á húsvegg Karlmaður slasaðist alvarlega þegar vélsleða var ekið á húsvegg við Funahöfða í dag. Maðurinn er á gjörgæslu en hann hlaut alvarlega áverka á höfði og á kvið. 7.1.2010 18:40 Kjartan ekki kallaður fyrir Rannsóknarnefndina Endurskoðunarnefnd gamla Landsbankans sem bar lögum samkvæmt að ganga úr skugga um að nægjanlegt eftirlit væri með Icesave og rekstri bankans hefur ekki verið boðuð í yfirheyrslu hjá Rannsóknarnefnd Alþingis. Í endurskoðunarnefndinni sátu Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Þorgeir Baldursson í Odda og Andri Sveinsson, fjármálastjóri hjá Novator. 7.1.2010 18:39 Ráðamenn ræða áfram við forystumenn erlendra ríkja Enn fjölgar í hópi þeirra leiðtoga erlendra ríkja sem íslensk stjórnvöld hafa sett sig í samband við eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði Icesave lögunum staðfestingar í fyrradag. Íslenskir ráðherrar hafa rætt við 15 erlenda starfsbræður og -systur og veitt vel á þriðja tug viðtala við erlenda fjölmiðla og fréttaveitur. 7.1.2010 18:18 Bæjarstjórinn stígur til hliðar vegna óróleika meðal sjálfstæðismanna Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna komandi bæjarstjórnarkosninga. Ástæðan er óviðunandi togstreita og óróleiki í röðum sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu sem hefur verið viðvarandi síðan í sumar. 7.1.2010 18:07 Ástþór býðst til að semja um Icesave fyrir Ísland Ástþór Magnússon, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hefur ritað fjármálaráðherra tölvubréf og boðið fram krafta sína í Icesave málinu. Hann vill fara fyrir nýrri samninganefnd Íslands og semja upp á nýtt. 7.1.2010 17:37 Hafís nálgast Vestfirði Hafís er nú nálægt Vestfjörðum og næstu daga er útlit fyrir að hann færist nær landi, að fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 7.1.2010 17:21 Tæplega 300 kannabisplöntur fundust við húsleit Lögreglumenn á Selfossi fundu á þriðja hundrað kannabisplöntur við húsleit í íbúðarhúsi í Hveragerði seinnipartinn í gær. Karlmaður sem var í íbúðinni var handtekinn og færður í fangageymslu. 7.1.2010 17:10 Um 3700 ökumenn stöðvaðir Ríflega 3700 ökumenn voru stöðvaðir í sérstöku umferðareftirliti sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hélt úti í samvinnu við embætti ríkislögreglustjóra. 7.1.2010 16:37 Bretar beita sér ekki gegn umsókn um ESB Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði í viðtali við Reuters fyrir stundu að David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, hafi fullvissað sig um að Bretar myndu ekki beita sér gegn Íslandi og aðildarumsókn þeirra inn í ESB þrátt fyrir harðvítugar deilur um Icesacve. 7.1.2010 16:26 Forsetinn svarar fyrir sig Síaukinn skilningur er á stöðu Íslands, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á fundi með fréttamönnum á Bessastöðum í dag. Hann sagði að eftir því sem leið á daginn í gær og í dag hafi skilningur á stöðu Íslands aukist mikið. Honum hafi gefist færi á að skýra afstöðu sína í fjölmörgum fjölmiðlum frá því að hann kynnti ákvörðun sína. 7.1.2010 16:06 Ruslflokkur breytir engu fyrir sveitafélögin „Ég get ekki séð að það breyti neinu í sjálfum sér,“ segir Halldór Halldórsson, formaður sambands íslenskra sveitafélaga, um lækkun lánshæfiseinkunnar sem fylgdi í kjölfar ákvörðunar forseta Íslands um að synja lögum um ríkisábyrgð staðfestingu. 7.1.2010 15:51 Ekki hægt að spyrja út í fyrirvarana Þjóðaratkvæðagreiðslan sem ráðgert er að fari fram seinni hluta febrúarmánaðar eða í byrjun mars mun snúast um það hvort Icesave lögin haldi gildi sínu eða ekki. 7.1.2010 15:32 Fálki gerði sér dagamun í Sólheimum „Ég þurfti að fara upp á þrettándu hæð til þess að taka mynd af honum," segir húsvörðurinn Hörður Ástþórsson, en fálki gerði sér dagamun og sveif á millii blokkanna í Sólheimum í Reykjavík. 7.1.2010 15:12 Össur búinn að ræða við Miliband Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti símafund með David Miliband, utanríkisráðherra Breta, eftir hádegið í dag. „Við fórum yfir stöðuna og það var alveg ljóst að hann þekkti hana mjög vel. Hann var vonsvikinn yfir þessu og það er þungt hljóð í Bretum" sagði Össur eftir símafundinn. Þá sagði Miliband ennfremur við Össur að það væru engar vísbendingar um að Bretar myndu beita sér gegn Íslendingum innan AGS. 7.1.2010 15:01 30 skemmtiferðaskip á leiðinni til Ísafjarðar Vestfirðingar þurfa ekki að kvíða sumrinu því þegar hafa hátt í 30 skemmtiferðaskip boðað komu sína til Ísafjarðahafnar sumarið 2010 samkvæmt fréttavefnum bb.is. 7.1.2010 14:49 Íbúar fengu aðstoð Rauða krossins eftir brunann í nótt - myndskeið Íbúar hússins á Hverfisgötu sem sluppu ómeiddir frá brunanum voru í miklu áfalli að sögn Rauða krossins og var þeim veitt áfallahjálp á staðnum. Þrír þeirra voru útlendingar sem fengu gistingu á Foss hóteli í nótt. 7.1.2010 14:44 Verð á ýsu hækkað um 5% Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að hækka verð á slægðri og óslægðri ýsu, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seld til skyldra aðila, um 5%. 7.1.2010 14:23 Einkaþota hætt komin - búið að opna flugvöllinn Einkaþota af gerðinni Falcon 2000 snérist á flugbraut Keflavíkurflugvallar og sprakk þá á dekki vélarinnar. Að sögn Friðþórs Eydals, upplýsingafulltrúa flugmálastjórnar þá var vellinum lokað í fimmtán mínútur. 7.1.2010 13:58 Keflavíkurflugvelli lokað um stund Keflavíkurflugvelli hefur verið lokað tímabundið vegna Falcon 2000 flugvélar sem er út á miðri flugbraut með tvö sprungin dekk. Þetta kemur fram á Víkurfréttum. 7.1.2010 13:52 Snjósleða ekið á húsvegg Snjósleða var ekið á húsvegg við Funhöfða í Reykjavík á öðrum tímanum í dag. Einn maður var fluttur á slysadeild, en ekki er vitað hvort hann hafi slasast alvarlega. 7.1.2010 13:41 Steingrímur útilokar ekki nýjar samningaviðræður Steingrímur J. Sigfússon útilokar ekki nýjar samningaviðræður með Bretum og Hollendingum um Icesave. Nú sé ríkisstjórnin hins vegar að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, hvatti til þess í grein í Fréttablaðinu í dag að ný samninganefnd yrði skipuð. 7.1.2010 13:20 Dagur B.: Einkavæðing Bílastæðasjóðs leiðir til hækkunar Umsögn bílastæðasjóðs um tillögur VG í borgarráði um að kannað yrði með einkavæðingu bílastæðahúsa í eigu Bílastæðasjóðs var lögð fram í borgarráði í dag. Meirihluti borgarstjórnar samþykkti á sínum tíma tillögu VG, en Samfylkingin sat hjá og gerði skýra fyrirvara að sögn Dags B. Eggertssonar, oddvita Samfylkingarinnar. 7.1.2010 12:51 Greiðslur til borgarfulltrúa lækkaðar Starfskostnaðargreiðslur til borgarfulltrúa lækkuðu um áramótin um níu prósent. Þá munu fyrstu varaborgarfulltrúar á næsta kjörtímabili hætta að fá föst laun sem hlutfall af launum borgarfulltrúa og munu í staðinn fá greidd laun fyrir störf sín í nefndum eftir sömu reglum og aðrir en borgarfulltrúar sem starfa í stjórnsýslu borgarinnar. 7.1.2010 12:17 Miliband hafði ekki tíma til að tala við Össur Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti ekki símafund með David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, í gær eins og stóð til. Ástæðan er mikið annríki hjá forystumönnum breska verkamannaflokksins vegna upplausnar sem varð í flokknum í gær þegar að tveir þingmenn hans lýstu vantrausti á Gordon Brown, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. Gert er ráð fyrir að Össur og Miliband ræði saman í dag. 7.1.2010 12:07 Dæmd fyrir að svíkja leigubílstjóra Kona á fertugsaldri var dæmd í mánaðarlangt fangelsi, skilorðsbundið til eins árs, fyrir að svíkja leigubílstjóra í júní á síðasta ári. Konan hringdi á leigubíl sem sótti hana á biljarðstofu í Faxafeni í Reykjavík. 7.1.2010 12:07 Byssumaður ákærður fyrir tilraun til manndráps Birkir Arnar Jónsson hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps aðfararnótt sunnudagsins 15. nóvember síðastliðinn. 7.1.2010 11:48 Kvóti á sumargotssíld aukinn um 7.000 tonn Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að auka veiðar úr stofni íslensku sumargotssíldarinnar um 7 þúsund tonn. 7.1.2010 11:17 Tveir leituðu læknisaðstoðar eftir bílslys Tveir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands eftir árekstur á gatnamótum Engjavegar og Eyrarvegi á Selfossi á tíunda tímanum í morgun. Lögreglan á Selfossi taldi að meiðsl þeirra sem fluttir voru ekki alvarleg. Slysið varð með þeim hætti að fólksbíl var ekið í veg fyrir jeppa en tildrög slyssins eru óljós að öðru leyti. 7.1.2010 11:03 Segir framgöngu Breta og Hollendinga óhugnanlega Utanríkisráðherra Lettlands, Maris Riekstins, hefur tekið upp hanskann fyrir Ísland á alþjóðavettvangi. Í viðtali á Reuters segir hann viðbrögð ríkja gagnvart ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að vísa Icesave-lögum í þjóðaatkvæðagreiðslu, óhugnanlega enda var Ísland að fylgja sínum lýðræðisreglum. 7.1.2010 10:56 Lést í eldsvoða á Hverfisgötu Karlmaður á þrítugsaldri beið bana í eldsvoða í íbúðarhúsi við Hverfisgötu í Reykjavík í nótt. Lögreglumenn sýndu mikið áræði þegar þeir brutu sér leið inn í húsið til að vekja íbúana. 7.1.2010 10:35 The Independent: Samskipti Breta við Íslendinga á pari við útlagaríki Framkoma Breta við Íslendinga má líkja við gamaldags kúgun. Þetta segir í leiðara breska dagblaðsins The Independent í dag. Í leiðaranum sakar blaðið Breta um fantaskap gagnvart Íslendingum og segja afskipti breskra yfirvalda af Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gagnvart Íslandi helst líkjast kúgun. 7.1.2010 09:48 Höskuldur: Eigum að standa með sjálfum okkur „Kosningabaráttan á að snúast um komandi kynslóðir, hvort við ætlum að velta byrðum nútímans yfir á börnin okkar og börnin þeirra,“ segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. 7.1.2010 09:42 Heilinn hennar ömmu Fjölskylda í Bandaríkjunum hefur kært útfararþjónustuna sem sá um útför ömmu þeirra á dögunum. Útförin sjálf gekk að óskum en þegar fjölskyldumeðlimirnir fengu eigur ömmunnar, föt, skartgripi og annað sem hún hafði verið með þegar hún lést í bílslysi, slæddist óvenjulegur hlutur með í pakkanum. 7.1.2010 08:38 Hafís færist nær Hafís er að færast nær landi á Vestfjörðum og eru sjófarendur varaðir við ísnum. Í ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar í gær var ísinn 18 sjómílur norðvestur af Barðanum, 20 sjómílur norðvestur af Straumnesi og 22 sjómílur norðaustur af Horni. 7.1.2010 08:30 Ekið á tvö ljósastaura og kveikt í þeim þriðja Þrír ljósastaurar á höfuðborgarsvæðinu urðu fyrir áföllum í nótt. Fyrst ók ölvaður ökumaður á ljósastaur á Arnarnesvegi við Sólarsali. Staurinn féll og bíllinn stór skemmdist, en ökumaðurinn reyndist ölvaður. 7.1.2010 07:20 Flughált á Bretlandseyjum Hálkuviðvörun er nú í gildi um gjörvallt Bretland en landsmenn hafa á síðustu dögum upplifað lengsta kuldakast í að minnsta kosti þrjá áratugi. 7.1.2010 07:17 Ólafur Ragnar í viðtali á BBC - myndband Íslendingar ætla sér að standa við skuldbindingar sínar í Icesave málinu. Þetta var aðalinntakið í máli Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands sem í gærkvöldi var í viðtali í þættinum Newsnight á Breska ríkisútvaropinu BBC í gærkvöldi. 7.1.2010 06:59 Vilja nýja samninganefnd í stað þjóðaratkvæðagreiðslu Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks telja koma til greina að skipuð verði þverpólitísk sáttanefnd í Icesave-deilunni sem fái það hlutverk að skipa nýja samninganefnd sem ræða ætti við Breta og Hollendinga um lausn Icesave-deilunnar. 7.1.2010 06:45 Björguðu manni úr brennandi húsi á Hverfisgötu Tvísýnt er um afdrif manns, sem reykkafarar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu björguðu út úr brennandi húsi að Hverfisgötu 28, laust upp úr klukkan fjögur í nótt. 7.1.2010 06:38 Sjá næstu 50 fréttir
Varaformaðurinn rekinn af Mogganum „Mér finnst ástæðurnar sem eru nefndar fyrir uppsögninni vera mjög ótrúverðugar þar sem vísað er í skipulagsbreytingar og hagræðingaraðgerðir frá því í september. Síðan þá hefur ýmislegt breyst og fjölmargir blaðamenn látið af störfum og nýir komið inn. Mér finnst því hæpið að vísa í nokkurra mánaða gamlar hagræðingaraðgerðir nú um áramótin,“ segir Elva Björk Sverrisdóttir, varaformaður Blaðamannafélagins, en henni var sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu í síðustu viku. Hún hefur verið í fæðingarorlofi og átti að hefja störf að nýju síðastliðinn mánudag. 7.1.2010 20:43
Femínstar krefjast að erótískum vef verði lokað Femínistafélag Íslands krefst þess að íslenskum erótískum samskiptavef verði lokað þar sem ljóst þykir að hann ætli að stuðla að vændi íslenskra kvenna. Þá gagnrýnir félagið harðlega frétt um vefinn sem birtist á Vísi í gær. 7.1.2010 21:22
Þingfundur á morgun Alþingi kemur saman á morgun en þá verður frumvarpi til laga um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu dreift. Rúm viku er síðan að fundum Alþingis var frestað til 26. janúar en vegna ákvörðunar forseta Íslands að staðfesta ekki Icesave lögin og vísa þeim þess í stað til þjóðarinnar koma þingmenn saman að nýju á morgun. 7.1.2010 21:09
Formaður fulltrúaráðsins vísar orðum bæjarstjórans á bug Formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi vísar á bug orðum Gunnsteins Sigurðssonar, bæjarstjóra og oddvita sjálfstæðismanna, um að togstreita og óróleiki sé meðal sjálfstæðismanna í Kópavogi. Ekkert sé fjærri sannleikanum. 7.1.2010 20:13
Færri brjóstastækkanir Eftirspurn eftir lýtaaðgerðum hefur dregist saman um næstum fjórðung á síðustu mánuðum. Einkum hefur þeim fækkað sem sækjast eftir fitusogi og brjóstastækkunum. 7.1.2010 19:19
Jóhanna útilokar ekki að skipuð verði ný samninganefnd Forsætisráðherra segist þurfa að sjá mikla samstöðu hjá þingi og þjóð ef setja eigi nýja samninganefnd til að semja aftur við Breta og Hollendinga um Icesave. Hún útilokar ekkert í þeim efnum en segir þó mikilvægt að réttur almennings til að kjósa um málið verði virtur. 7.1.2010 18:49
Á gjörgæslu eftir að vélsleða var ekið á húsvegg Karlmaður slasaðist alvarlega þegar vélsleða var ekið á húsvegg við Funahöfða í dag. Maðurinn er á gjörgæslu en hann hlaut alvarlega áverka á höfði og á kvið. 7.1.2010 18:40
Kjartan ekki kallaður fyrir Rannsóknarnefndina Endurskoðunarnefnd gamla Landsbankans sem bar lögum samkvæmt að ganga úr skugga um að nægjanlegt eftirlit væri með Icesave og rekstri bankans hefur ekki verið boðuð í yfirheyrslu hjá Rannsóknarnefnd Alþingis. Í endurskoðunarnefndinni sátu Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Þorgeir Baldursson í Odda og Andri Sveinsson, fjármálastjóri hjá Novator. 7.1.2010 18:39
Ráðamenn ræða áfram við forystumenn erlendra ríkja Enn fjölgar í hópi þeirra leiðtoga erlendra ríkja sem íslensk stjórnvöld hafa sett sig í samband við eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði Icesave lögunum staðfestingar í fyrradag. Íslenskir ráðherrar hafa rætt við 15 erlenda starfsbræður og -systur og veitt vel á þriðja tug viðtala við erlenda fjölmiðla og fréttaveitur. 7.1.2010 18:18
Bæjarstjórinn stígur til hliðar vegna óróleika meðal sjálfstæðismanna Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna komandi bæjarstjórnarkosninga. Ástæðan er óviðunandi togstreita og óróleiki í röðum sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu sem hefur verið viðvarandi síðan í sumar. 7.1.2010 18:07
Ástþór býðst til að semja um Icesave fyrir Ísland Ástþór Magnússon, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hefur ritað fjármálaráðherra tölvubréf og boðið fram krafta sína í Icesave málinu. Hann vill fara fyrir nýrri samninganefnd Íslands og semja upp á nýtt. 7.1.2010 17:37
Hafís nálgast Vestfirði Hafís er nú nálægt Vestfjörðum og næstu daga er útlit fyrir að hann færist nær landi, að fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 7.1.2010 17:21
Tæplega 300 kannabisplöntur fundust við húsleit Lögreglumenn á Selfossi fundu á þriðja hundrað kannabisplöntur við húsleit í íbúðarhúsi í Hveragerði seinnipartinn í gær. Karlmaður sem var í íbúðinni var handtekinn og færður í fangageymslu. 7.1.2010 17:10
Um 3700 ökumenn stöðvaðir Ríflega 3700 ökumenn voru stöðvaðir í sérstöku umferðareftirliti sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hélt úti í samvinnu við embætti ríkislögreglustjóra. 7.1.2010 16:37
Bretar beita sér ekki gegn umsókn um ESB Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði í viðtali við Reuters fyrir stundu að David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, hafi fullvissað sig um að Bretar myndu ekki beita sér gegn Íslandi og aðildarumsókn þeirra inn í ESB þrátt fyrir harðvítugar deilur um Icesacve. 7.1.2010 16:26
Forsetinn svarar fyrir sig Síaukinn skilningur er á stöðu Íslands, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á fundi með fréttamönnum á Bessastöðum í dag. Hann sagði að eftir því sem leið á daginn í gær og í dag hafi skilningur á stöðu Íslands aukist mikið. Honum hafi gefist færi á að skýra afstöðu sína í fjölmörgum fjölmiðlum frá því að hann kynnti ákvörðun sína. 7.1.2010 16:06
Ruslflokkur breytir engu fyrir sveitafélögin „Ég get ekki séð að það breyti neinu í sjálfum sér,“ segir Halldór Halldórsson, formaður sambands íslenskra sveitafélaga, um lækkun lánshæfiseinkunnar sem fylgdi í kjölfar ákvörðunar forseta Íslands um að synja lögum um ríkisábyrgð staðfestingu. 7.1.2010 15:51
Ekki hægt að spyrja út í fyrirvarana Þjóðaratkvæðagreiðslan sem ráðgert er að fari fram seinni hluta febrúarmánaðar eða í byrjun mars mun snúast um það hvort Icesave lögin haldi gildi sínu eða ekki. 7.1.2010 15:32
Fálki gerði sér dagamun í Sólheimum „Ég þurfti að fara upp á þrettándu hæð til þess að taka mynd af honum," segir húsvörðurinn Hörður Ástþórsson, en fálki gerði sér dagamun og sveif á millii blokkanna í Sólheimum í Reykjavík. 7.1.2010 15:12
Össur búinn að ræða við Miliband Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti símafund með David Miliband, utanríkisráðherra Breta, eftir hádegið í dag. „Við fórum yfir stöðuna og það var alveg ljóst að hann þekkti hana mjög vel. Hann var vonsvikinn yfir þessu og það er þungt hljóð í Bretum" sagði Össur eftir símafundinn. Þá sagði Miliband ennfremur við Össur að það væru engar vísbendingar um að Bretar myndu beita sér gegn Íslendingum innan AGS. 7.1.2010 15:01
30 skemmtiferðaskip á leiðinni til Ísafjarðar Vestfirðingar þurfa ekki að kvíða sumrinu því þegar hafa hátt í 30 skemmtiferðaskip boðað komu sína til Ísafjarðahafnar sumarið 2010 samkvæmt fréttavefnum bb.is. 7.1.2010 14:49
Íbúar fengu aðstoð Rauða krossins eftir brunann í nótt - myndskeið Íbúar hússins á Hverfisgötu sem sluppu ómeiddir frá brunanum voru í miklu áfalli að sögn Rauða krossins og var þeim veitt áfallahjálp á staðnum. Þrír þeirra voru útlendingar sem fengu gistingu á Foss hóteli í nótt. 7.1.2010 14:44
Verð á ýsu hækkað um 5% Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að hækka verð á slægðri og óslægðri ýsu, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seld til skyldra aðila, um 5%. 7.1.2010 14:23
Einkaþota hætt komin - búið að opna flugvöllinn Einkaþota af gerðinni Falcon 2000 snérist á flugbraut Keflavíkurflugvallar og sprakk þá á dekki vélarinnar. Að sögn Friðþórs Eydals, upplýsingafulltrúa flugmálastjórnar þá var vellinum lokað í fimmtán mínútur. 7.1.2010 13:58
Keflavíkurflugvelli lokað um stund Keflavíkurflugvelli hefur verið lokað tímabundið vegna Falcon 2000 flugvélar sem er út á miðri flugbraut með tvö sprungin dekk. Þetta kemur fram á Víkurfréttum. 7.1.2010 13:52
Snjósleða ekið á húsvegg Snjósleða var ekið á húsvegg við Funhöfða í Reykjavík á öðrum tímanum í dag. Einn maður var fluttur á slysadeild, en ekki er vitað hvort hann hafi slasast alvarlega. 7.1.2010 13:41
Steingrímur útilokar ekki nýjar samningaviðræður Steingrímur J. Sigfússon útilokar ekki nýjar samningaviðræður með Bretum og Hollendingum um Icesave. Nú sé ríkisstjórnin hins vegar að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, hvatti til þess í grein í Fréttablaðinu í dag að ný samninganefnd yrði skipuð. 7.1.2010 13:20
Dagur B.: Einkavæðing Bílastæðasjóðs leiðir til hækkunar Umsögn bílastæðasjóðs um tillögur VG í borgarráði um að kannað yrði með einkavæðingu bílastæðahúsa í eigu Bílastæðasjóðs var lögð fram í borgarráði í dag. Meirihluti borgarstjórnar samþykkti á sínum tíma tillögu VG, en Samfylkingin sat hjá og gerði skýra fyrirvara að sögn Dags B. Eggertssonar, oddvita Samfylkingarinnar. 7.1.2010 12:51
Greiðslur til borgarfulltrúa lækkaðar Starfskostnaðargreiðslur til borgarfulltrúa lækkuðu um áramótin um níu prósent. Þá munu fyrstu varaborgarfulltrúar á næsta kjörtímabili hætta að fá föst laun sem hlutfall af launum borgarfulltrúa og munu í staðinn fá greidd laun fyrir störf sín í nefndum eftir sömu reglum og aðrir en borgarfulltrúar sem starfa í stjórnsýslu borgarinnar. 7.1.2010 12:17
Miliband hafði ekki tíma til að tala við Össur Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti ekki símafund með David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, í gær eins og stóð til. Ástæðan er mikið annríki hjá forystumönnum breska verkamannaflokksins vegna upplausnar sem varð í flokknum í gær þegar að tveir þingmenn hans lýstu vantrausti á Gordon Brown, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. Gert er ráð fyrir að Össur og Miliband ræði saman í dag. 7.1.2010 12:07
Dæmd fyrir að svíkja leigubílstjóra Kona á fertugsaldri var dæmd í mánaðarlangt fangelsi, skilorðsbundið til eins árs, fyrir að svíkja leigubílstjóra í júní á síðasta ári. Konan hringdi á leigubíl sem sótti hana á biljarðstofu í Faxafeni í Reykjavík. 7.1.2010 12:07
Byssumaður ákærður fyrir tilraun til manndráps Birkir Arnar Jónsson hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps aðfararnótt sunnudagsins 15. nóvember síðastliðinn. 7.1.2010 11:48
Kvóti á sumargotssíld aukinn um 7.000 tonn Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að auka veiðar úr stofni íslensku sumargotssíldarinnar um 7 þúsund tonn. 7.1.2010 11:17
Tveir leituðu læknisaðstoðar eftir bílslys Tveir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands eftir árekstur á gatnamótum Engjavegar og Eyrarvegi á Selfossi á tíunda tímanum í morgun. Lögreglan á Selfossi taldi að meiðsl þeirra sem fluttir voru ekki alvarleg. Slysið varð með þeim hætti að fólksbíl var ekið í veg fyrir jeppa en tildrög slyssins eru óljós að öðru leyti. 7.1.2010 11:03
Segir framgöngu Breta og Hollendinga óhugnanlega Utanríkisráðherra Lettlands, Maris Riekstins, hefur tekið upp hanskann fyrir Ísland á alþjóðavettvangi. Í viðtali á Reuters segir hann viðbrögð ríkja gagnvart ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að vísa Icesave-lögum í þjóðaatkvæðagreiðslu, óhugnanlega enda var Ísland að fylgja sínum lýðræðisreglum. 7.1.2010 10:56
Lést í eldsvoða á Hverfisgötu Karlmaður á þrítugsaldri beið bana í eldsvoða í íbúðarhúsi við Hverfisgötu í Reykjavík í nótt. Lögreglumenn sýndu mikið áræði þegar þeir brutu sér leið inn í húsið til að vekja íbúana. 7.1.2010 10:35
The Independent: Samskipti Breta við Íslendinga á pari við útlagaríki Framkoma Breta við Íslendinga má líkja við gamaldags kúgun. Þetta segir í leiðara breska dagblaðsins The Independent í dag. Í leiðaranum sakar blaðið Breta um fantaskap gagnvart Íslendingum og segja afskipti breskra yfirvalda af Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gagnvart Íslandi helst líkjast kúgun. 7.1.2010 09:48
Höskuldur: Eigum að standa með sjálfum okkur „Kosningabaráttan á að snúast um komandi kynslóðir, hvort við ætlum að velta byrðum nútímans yfir á börnin okkar og börnin þeirra,“ segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. 7.1.2010 09:42
Heilinn hennar ömmu Fjölskylda í Bandaríkjunum hefur kært útfararþjónustuna sem sá um útför ömmu þeirra á dögunum. Útförin sjálf gekk að óskum en þegar fjölskyldumeðlimirnir fengu eigur ömmunnar, föt, skartgripi og annað sem hún hafði verið með þegar hún lést í bílslysi, slæddist óvenjulegur hlutur með í pakkanum. 7.1.2010 08:38
Hafís færist nær Hafís er að færast nær landi á Vestfjörðum og eru sjófarendur varaðir við ísnum. Í ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar í gær var ísinn 18 sjómílur norðvestur af Barðanum, 20 sjómílur norðvestur af Straumnesi og 22 sjómílur norðaustur af Horni. 7.1.2010 08:30
Ekið á tvö ljósastaura og kveikt í þeim þriðja Þrír ljósastaurar á höfuðborgarsvæðinu urðu fyrir áföllum í nótt. Fyrst ók ölvaður ökumaður á ljósastaur á Arnarnesvegi við Sólarsali. Staurinn féll og bíllinn stór skemmdist, en ökumaðurinn reyndist ölvaður. 7.1.2010 07:20
Flughált á Bretlandseyjum Hálkuviðvörun er nú í gildi um gjörvallt Bretland en landsmenn hafa á síðustu dögum upplifað lengsta kuldakast í að minnsta kosti þrjá áratugi. 7.1.2010 07:17
Ólafur Ragnar í viðtali á BBC - myndband Íslendingar ætla sér að standa við skuldbindingar sínar í Icesave málinu. Þetta var aðalinntakið í máli Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands sem í gærkvöldi var í viðtali í þættinum Newsnight á Breska ríkisútvaropinu BBC í gærkvöldi. 7.1.2010 06:59
Vilja nýja samninganefnd í stað þjóðaratkvæðagreiðslu Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks telja koma til greina að skipuð verði þverpólitísk sáttanefnd í Icesave-deilunni sem fái það hlutverk að skipa nýja samninganefnd sem ræða ætti við Breta og Hollendinga um lausn Icesave-deilunnar. 7.1.2010 06:45
Björguðu manni úr brennandi húsi á Hverfisgötu Tvísýnt er um afdrif manns, sem reykkafarar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu björguðu út úr brennandi húsi að Hverfisgötu 28, laust upp úr klukkan fjögur í nótt. 7.1.2010 06:38