Innlent

Bjarni sakar ríkisstjórnina um að klúðra tækifærum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi í morgun að ekki yrði mikill ágreiningur um efnisatriði frumvarps um þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hann sagði hins vegar að það sætti mikilli furðu að það skyldi koma mönnum í opna skjöldu, sérstaklega ríkisstjórninni, að forseti skyldi hafa skotið málinu til þjóðarinnar. Hann gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki nýtt atburði síðustu daga til þess að koma málstað Íslendinga á framfæri. Betur hefði átt að koma þeim skilaboðum áleiðis að Íslendingar teldu sig ekki hafa lagalegar skuldbindingar til að undirgangast kröfur um ríkisábyrgð á Icesave. Bjarni sagði jafnframt að ríkisstjórnin hefði glutrað niður tækifæri til að ná samstöðu um málið innanlands.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra þvertók fyrir fullyrðingar þess eðlis að málið hefði ekki verið kynnt nógu vel erlendis. Aldrei hefði verið talað við jafn marga erlenda ráðherra á jafn skömmum tíma og gert hafi verið á undanförnum dögum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×