Fleiri fréttir

Ætla að mótmæla Icesave á morgun

Hópur fólks hefur efnt til mótmæla á morgun vegna Icesave samninganna sem nú eru til umræðu á Alþingi. Í tilkynningu sem Margrét Friðriksdóttir, ein úr hópnum, sendi fjölmiðlum segir að gert sé ráð fyrir að hópurinn muni standa fyrir tvennum mótmælum á næstunni. Þau fyrri verði á morgun en jafnframt sé gert ráð fyrir mótmælum þann 1. desember næstkomandi. Gert er ráð fyrir að mótmælendur hittist klukkan 12 á hádegi við Stjórnarráðið á morgun og gangi þaðan niður að Alþingishúsi.

Ráðuneytið endurskoðar nefndarsetu Baldurs

Fjármálaráðuneytið endurskoðar nú nefndarsetu Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, sem er grunaður um innherjasvik í tengslum við sölu sína á hlutabréfum í Landsbankanum skömmu fyrir hrun bankans.

Umferðarslys og sjálfsvíg algengustu dánarorsakir

Umferðarslys eru algengasta dánarorsök íslenskra kvenna á aldrinum 17-26 ára, samkvæmt samantekt sem Umferðarstofa hefur gert. Samantektin sýnir annarsvegar dánarmein ungs fólks á Íslandi á aldrinum 17 - 26 ára og hinsvegar dánarmein fólks á aldrinum 27 - 36 ára.

Farið fram á fjögurra vikna varðhald yfir byssumanninum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir byssumanninum sem hleypti fimm haglabyssuskotum á útidyrahurð íbúðahúss í Seljahverfi um síðustu helgi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta gert á grundvelli almannahagsmuna. Núverandi gæsluvarðhald rennur út í dag.

Hefur ekki borist svar frá KSÍ varðandi kampavínsmálið

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, telur mikilvægt að Knattspyrnusamband Íslands setji reglur um framferði fulltrúa sambandsins erlendis og hér á landi. Hún er ekki búin að fá formlegt svar frá Knattspyrnusambandinu varðandi kampavínsmálið svokallaða.

Stálu bíl lögreglustjórans og sóknarprestsins

Lögreglan á Suðurnesjum leitar nú logandi ljósi að bíl Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á Suðurnesjum, sem stolið var í gær. Vísir sagði frá því í morgun að bifreið sóknarprestsins í Keflavíkurkirkju en hann, Skúli Sigurður Ólafsson, er eiginmaður Sigríðar Bjarkar.

„Erfitt að rökræða við fólk sem er fjarverandi"

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að í umræðum um frumvarp ríkisstjórnarinnar um Icesave í gærkvöldi hafi stjórnarliðar verði meira og minna fjarverandi. „Það er erfitt að rökræða við fólk sem er fjarverandi. Það segir sjálft. Tilgangur umræðu í þinginu eru rökræður, ekki einræður,“ segir Birgir.

Maður handtekinn á Hverfisgötu

Lögreglumenn handtóku mann á Hverfisgötu um klukkan hálfellefu í dag. Að sögn sjónarvotta var maðurinn í bifreið á Hvergisgötu þegar hann var handtekinn. Sex lögreglumenn tóku þátt í handtökunni og var maðurinn settur í járn. Hann var síðan fluttur á lögreglustöð og bifreið hans fjarlægð.

Byssumanninum hugsanlega sleppt í dag

Gæsluvarðhald yfir manninum sem hleypti fimm haglabyssuskotum á útidyrahurð íbúðahúss í Seljahverfi um síðustu helgi rennur út í dag. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort að óskað verði eftir því að maðurinn verði áfram í varðhaldi, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ákvörðun um það verður tekin síðar í dag.

Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu afhent

Íslenskir fjallaleiðsögumenn hlutu í gær umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2009. Þetta er í 15. skiptið sem verðlaunin eru veitt en Ferðamálastofa veitir árlega umhverfisverðlaun því fyrirtæki eða stofnun sem best þykir hafa staðið sig í umhverfismálum það árið. Að þessu sinni fengu 27 aðilar tilnefningu til verðlaunanna. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, afhenti verðlaunin.

BHM: Stjórnvöld brjóta líklegast lög

Bandalag háskólamanna (BHM) telur að ákvarðanir stjórnvalda um að skerða kjör félagsmanna aðildarfélaga bandalagsins, bæði þær sem til framkvæmdar eru komnar og þær sem fyrirhugaðar eru, grafa undan forsendum kjarasamninga stéttarfélaga við opinbera aðila og skapa aðstæður á vinnumarkaði sem erfitt er að sjá hvernig unnt verður að komast frá með friði. BHM telur ástæðu til að efast um að aðgerðir stjórnvalda séu í samræmi við gildandi réttarreglur og er reiðubúið að láta reyna á lögmæti þeirra ef á þarf að halda, að fram kemur í tilkynningu.

Bíl prestsins í Keflavík stolið

Lögreglan á Suðurnesjum leitar að bifreiðinni AE-976 sem er dökkgrá Volvo S60. Þeirri bifreið var stolið í Keflavík í gærkvöldi en hún mun vera í eigu sóknarprestsins í bænum. Þeir sem sjá til bílsins eru beðnir um að gera lögreglu viðvart.

Þorskurinn í góðum málum

2008 árgangur þorks við Íslandsstrendur er sá sterkasti sem mælst hefur frá upphafi stofnmælinga að hausti en þær hófust 1996. Nýyfirstaðið haustrall Hafró leiddi þetta í ljós. Í frétt um málið á heimasíðu Hafró segir að þetta bendi til að árgangurinn gæti verið um eða yfir langtímameðaltali frá 1955.

Siglt með slasaðan sjómann til hafnar

Frystitogarinn Hrafn Sigurbjörnsson frá Grindavík kom til hafnar í Vestmannaeyjum í gærkvöldi með slasaðan sjómann. Skipið hafði fengið á sig brotsjó og einn skipverjanna féll við það og meiddist á baki. Því var ákveðið að sigla til Vestmannaeyja og færa manninn undir læknishendur og taka nýjan skipverja um borð.

Gunnar Birgisson ætlar aftur í framboð

Gunnar Birgisson fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi ætlar að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðismanna í bænum fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Þetta staðfestir hann við Morgunblaðið í dag.

Tveir í haldi vegna líkamsárásar í Keflavík

Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo menn í Keflavík í gærkvöldi vegna líkamsárásar. Mennirnir höfðu ráðist á þann þriðja inni á skemmtistað í bænum og veitt honum nokkra áverka. Maðurinn mun vera með bólgur í andliti og brotna tönn.

Býst síður við að kæra útboðið

Framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Fonsa segir það seinlegt og dýrt að kæra útboð borgarinnar á uppbyggingu á brunareitnum á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Endurbyggingu yrði líklega lokið áður en dómur félli.

Gáfu skýrslu í rúma fjóra tíma

Útlendingastofnun fékk hælisleitendurna Paul og Rosemary Ramses í skýrslutöku í síðustu viku, vegna umsóknar þeirra um hæli hér á landi.

Orkuöflun fyrir álver gæti tekið tugi ára

Uppbygging jarðhitasvæða til orkuöflunar hefur tekið áratugi og ljóst er að slík svæði á Reykjanesi verða ekki tilbúin í bráð. Enn á eftir að rannsaka svæðin og óljóst er hve mikla orku þau gefa eða hvenær hún verður nýtanleg.

Vill draga úr stofnanavæðingunni

Ísland á því sem næst heimsmet í að vista fólk á stofnunum og því þarf að breyta. Þetta segir í tilkynningu frá ViVe-verkefninu svokallaða um virkari velferð, sem skilaði niðurstöðum og tillögum að úrbótum til heilbrigðis- og félagsmálaráðherra í gær.

Dansari fræðir um lesblindu

Í tilefni Alþjóðlegrar athafnaviku hélt dansarinn Peter Anderson hjá Íslenska dansflokknum fyrirlestur um lesblindu í stuðningsáfanga fyrir lesblinda nemendur í Fjölbrautaskólanum í Ármúla á miðvikudag.

Hannyrðafólk bíður spennt eftir nýjum prjónamynstrum

„Við ætlum að prjóna saman barnavettlinga og gefa þá í söfnun Mæðrastyrksnefndar,“ segir Gerður Eðvarðsdóttir, sem á og rekur hannyrða- og kaffihúsið Heitt á prjónunum á Ísafirði. Hún reiknar með um fimmtán manns, allt frá átta ára til áttræðs, í prjónakaffi sem haldið verður í hannyrðaversluninni í dag í tilefni af útgáfu nýja prjónablaðsins Björk.

Fiskeldið gefur þrjá milljarða

Framleiðsluverðmæti íslensks fiskeldis er áætlað um þrír milljarðar á þessu ári en hefur verið á bilinu 1,7 til 3,3 milljarðar á undanförnum fimm árum. Í nýrri skýrslu Landssamtaka fiskeldisstöðva (LF) um stöðu fiskeldis hér á landi er því spáð að framleiðslan muni tvöfaldast til ársins 2015 og verði þá um tíu þúsund tonn.

Breytingum á skattkerfi víða mótmælt

Hótel- og veitingamenn mótmæla harðlega misrétti sem þeir segja felast í tillögu ríkisstjórnarinnar um tvöfalt kerfi virðisaukaskatts á matarsölu. Ályktun þessa efnis var samþykkt á árlegum haustfundi þeirra á Hótel Loftleiðum í gær.

Hvatning til að kjósa konur virkar vel í finnskum persónukosningum

Það hefur gefið góða raun að hvetja fólk til að kjósa konur í persónukosningum í Finnlandi. Segja má að á þjóðþingi þar hafi kynjajafnvægi verið náð, eins og á Íslandi og í Svíþjóð. Svo segir Norræna kvenna- og kynjarannsóknastofnunin, sem nýverið kannaði „kyn og völd í stjórnmálum og atvinnulífi“, að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar.

Efast um að KSÍ geti samið siðareglur

Guðný Gústafsdóttir, talskona femínista, segir afgreiðslu Knattspyrnusambands Íslands í máli fjármálastjóra sambandsins í kampavínsmálinu hlægilega. Hún efast um að þeir sem afgreiði málið með þessum hætti geti samið siðareglur fyrir sambandið, eins og stjórnin hyggst gera. Rætt var við Guðnýju í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins.

Stjórn KSÍ biðst afsökunar á kampavínsmálinu

Stjórn KSí hyggst ekki aðhafast frekar í máli fjármálastjóra sambandsins en hann heimsótti strípibúllu í Sviss fyrir fjórum árum þar sem hann notaði greiðsluskort KSÍ. Fjármálastjórnin mun því starfa áfram hjá sambandinu. Stjórnin harmar tildrög málsins og biður þjóðina, knattspyrnuhreyfinguna og aðildarfélög sín afsökunar á því.

Auglýst eftir skólameistara við nýjan framhaldsskóla

Menntamálaráðuneytið hefur auglýst laust til umsóknar embætti skólameistara við framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð. Stefnt er að því að byggja yfir skólann í Ólafsfirði fyrir allt að 120 nemendur. Samkomulag um skólann var undirritað í mars sl.

Birgir: Leið ríkisstjórnarinnar mun dýpka kreppuna

„Hækkun skatta á heimilin og fyrirtækin í landinu dregur úr getu þeirra til að takast á við stöðu, sem þegar er mjög erfið. Stór hluti íslenskra fyrirtækja berst í bökkum og heimilin berjast við að mæta stóraukinni skuldabyrði á sama tíma og tekjur fara lækkandi. Við þessar aðstæður geta skattahækkanir ekki haft aðrar afleiðingar en að dýpka kreppuna,“ segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í pistli sem birtist á vefsíðunni AMX.is

Þvinguð á námskeið

Velferðarráð Reykjavíkur vill að gerð verði sú breyting á lögum að þeir sem fá framfærslustyrk frá borginni verði skikkaðir til að mæta á námskeið. Að öðrum kosti fái fólk ekki bætur.

Sorpbrennslan horfir til útlanda eftir verkefnum

Til greina kemur að selja Sorpeyðingarstöð Suðurnesja til Þjóðverja og Bandaríkjamanna sem vilja brenna þar úrgangsolíu úr skipum. Einu verkefnunum sem hefur fjölgað að undanförnu er brennsla á eiturlyfjum.

Skattbyrðinni dreift með sanngjörnum hætti

Forseti Alþýðusambands Íslands hefur áhyggjur af áhrifum skattahækkana á kaupmátt og atvinnustig í landinu. Ríkisstjórninni hafi hins vegar tekist að dreifa skattbyrðinni með sanngjörnum hætti.

Einsýnt að forsetinn staðfesti ekki Icesave

Sjálfstæðismenn í fjárlaganefnd telja einsýnt að forseti Íslands muni hafna því að staðfesta Icesave frumvarpið enda séu fyrirvarar Alþingis frá í sumar sem forsetinn taldi mikilvæga, að engu orðnir. Þá muni samkomulagið fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Klaga til samkeppnisyfirvalda

Veitingamenn og ferðaþjónustuaðilar telja að boðaðar skattahækkanir dragi úr atvinnuuppbyggingu og nýsköpun í greininni. Þeir ætla að leita til samkeppnisyfirvalda vegna hækkunar á virðisaukaskatti.

Meiðslin ekki talin alvarleg

Ekið var á barn á mótum Hringbrautar og Bræðraborgarstígs í Reykjavík síðdegis. Barnið var að hjóla yfir götu en tildrög slyssins eru óþekkt að öðru leyti. Barnið var flutt á brott í sjúkrabíl. Eftir því sem næst verður komist slasaðist það ekki alvarlega. Hringbraut var lokuð um tíma en opnað hefur verið fyrir umferð á ný.

Stjórn KSÍ fundar um kampavínsmálið

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands situr á fundi og ræðir mál Pálma Jónssonar, fjármálastjóra sambandsins. Eins og kunnugt er heimsótti hann strípibúllu í Sviss fyrir fjórum árum þar sem hann notaði greiðsluskort KSÍ.

Hæstiréttur ómerkir slysadóm

Hæstiréttur Íslands ómerkti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og sendir aftur í hérað. Um er að ræða sýknudóm yfir konu sem var að aka vestur Breiðholtsbrautarinnar í febrúar 2007.

Ekið á barn á reiðhjóli

Ekið var á barn á reiðhjóli við Hringbraut, skammt frá Bræðraborgarstíg, klukkan 25 mínútur í fjögur í dag. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort barnið hafi slasast alvarlega. En Vísir mun greina nánar frá slysinu þegar frekari upplýsingar hafa borist.

Klessti á og sló lögregluþjón

Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm yfir karlmanni sem sló lögregluþjón. Maðurinn sló lögregluþjóninn á Bústaðavegi árið 2007.

Sýknaður af flöskuárás

Hæstiréttur Íslands sýknaði karlmann á þrítugsaldri fyrir að hafa slegið annan mann í höfuðið með glerflösku. Hann var hinsvegar dæmdur fyrir hnefahögg þar sem hann hafði játað brotið. Árásin átti sér stað í miðborg Reykjavíkur í júlí árið 2007.

Sjá næstu 50 fréttir