Reynslubolti kveður lögregluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2025 06:42 Sveinn Kristján Rúnarsson á vaktinni í Reynisfjöru. Vísir/Magnús Hlynur Sveinn Kristján Rúnarsson, sem hefur verið andlit lögreglunnar á Suðurlandi í lengri tíma, hefur söðlað um og ráðið sig til Landsvirkjunar. Hann segir hollt að breyta til og nýtur þess að starfa í himnaríki, við dyr hálendisins. Sveinn Kristján hefur verið yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í tæpa tvo áratugi og starfað í lögreglunni í alls 27 ár. Verkefnin á Suðurlandi hafa verið fjölmörg og fjölbreytt undanfarin ár og áratugi hvort sem litið er til verkefna tengdum miklum fjölda ferðamanna, eldgosinu í Eyjafjallajökli, umferðarslysum, manndrápsmálum og hin ýmsu daglegu verkefni laganna varða. „Mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt. Þeir voru með afar spennandi starf hjá Landsvirkjun og mig langaði að skoða hvort ég ætti möguleika. Og hér er ég í dag,“ segir Sveinn Kristján. Nýi titillinn er verkefnastjóri öryggis og heilsu á Þjórsársvæðinu. Hann stendur vaktina í Búrfelli sem Sveinn Kristján kallar himnaríki á léttum nótum, dyrnar að hálendinu. Hann segir af og frá að hann hafi verið kominn með nóg af lögreglustarfinu. „Alls ekki,“ segir Sveinn Kristján. Það sé erfitt að hætta að vera lögga og kveðja þá fjölmörgu sem hann hafi starfað með í lengri tíma. „Það er hollt að breyta til. Maður er enn þá lifandi og hefur áhuga á ýmsu,“ segir Sveinn Kristján Sveinn Kristján er annar yfirlögregluþjónninn á Suðurlandi sem kveður starfið á árinu. Oddur Árnason, annar reynslubolti, lét af störfum á árinu eftir tæplega fjörutíu ára langan feril. Aðdragandinn að starfslokum Odds var annars eðlis. Hann lýsti því í viðtali í Morgunblaðinu að erfið mál hefðu sest á sálina. Hann hefði brotnað niður fyrirvaralaust októberkvöld eitt árið 2023 og í framhaldinu farið í veikindaleyfi. „Ég sat í sófanum heima að kvöldi þegar yfir mig helltist sú tilfinning að ég hreinlega bugaðist. Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils. Þannig sat ég fram á nóttina og gerði mér þá strax grein fyrir að ég væri kominn á stað í lífinu þar sem ég ætti ekki að reyna einn að vaxa út úr vandanum, heldur leita mér aðstoðar,“ segir Oddur. Nú eru þeir Sveinn og Oddur farnir á braut. Jón Gunnar Þórhallsson er yfirlögregluþjónn á Suðurlandi en enn á eftir að fylla í skarð Sveins. „Það kemur alltaf maður í manns stað. Það er margt gott fólk í löggunni.“ Lögreglan Vistaskipti Árborg Landsvirkjun Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Sveinn Kristján hefur verið yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í tæpa tvo áratugi og starfað í lögreglunni í alls 27 ár. Verkefnin á Suðurlandi hafa verið fjölmörg og fjölbreytt undanfarin ár og áratugi hvort sem litið er til verkefna tengdum miklum fjölda ferðamanna, eldgosinu í Eyjafjallajökli, umferðarslysum, manndrápsmálum og hin ýmsu daglegu verkefni laganna varða. „Mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt. Þeir voru með afar spennandi starf hjá Landsvirkjun og mig langaði að skoða hvort ég ætti möguleika. Og hér er ég í dag,“ segir Sveinn Kristján. Nýi titillinn er verkefnastjóri öryggis og heilsu á Þjórsársvæðinu. Hann stendur vaktina í Búrfelli sem Sveinn Kristján kallar himnaríki á léttum nótum, dyrnar að hálendinu. Hann segir af og frá að hann hafi verið kominn með nóg af lögreglustarfinu. „Alls ekki,“ segir Sveinn Kristján. Það sé erfitt að hætta að vera lögga og kveðja þá fjölmörgu sem hann hafi starfað með í lengri tíma. „Það er hollt að breyta til. Maður er enn þá lifandi og hefur áhuga á ýmsu,“ segir Sveinn Kristján Sveinn Kristján er annar yfirlögregluþjónninn á Suðurlandi sem kveður starfið á árinu. Oddur Árnason, annar reynslubolti, lét af störfum á árinu eftir tæplega fjörutíu ára langan feril. Aðdragandinn að starfslokum Odds var annars eðlis. Hann lýsti því í viðtali í Morgunblaðinu að erfið mál hefðu sest á sálina. Hann hefði brotnað niður fyrirvaralaust októberkvöld eitt árið 2023 og í framhaldinu farið í veikindaleyfi. „Ég sat í sófanum heima að kvöldi þegar yfir mig helltist sú tilfinning að ég hreinlega bugaðist. Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils. Þannig sat ég fram á nóttina og gerði mér þá strax grein fyrir að ég væri kominn á stað í lífinu þar sem ég ætti ekki að reyna einn að vaxa út úr vandanum, heldur leita mér aðstoðar,“ segir Oddur. Nú eru þeir Sveinn og Oddur farnir á braut. Jón Gunnar Þórhallsson er yfirlögregluþjónn á Suðurlandi en enn á eftir að fylla í skarð Sveins. „Það kemur alltaf maður í manns stað. Það er margt gott fólk í löggunni.“
Lögreglan Vistaskipti Árborg Landsvirkjun Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira