Innlent

Maður handtekinn á Hverfisgötu

Lögreglumenn handtóku mann á Hverfisgötu um klukkan hálfellefu í dag. Að sögn sjónarvotta var maðurinn í bifreið á Hverfisgötu þegar hann var handtekinn. Sex lögreglumenn tóku þátt í handtökunni og var maðurinn settur í járn. Hann var síðan fluttur á lögreglustöð og bifreið hans fjarlægð.

Lögregla vill ekki tjá sig um málið á annan hátt en að staðfesta að maður hafi verið handtekinn. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi haft í hótunum við ákveðnar stjórnsýslustofnanir í landinu, þar á meðal Útlendingastofnun.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×