Innlent

Tveir í haldi vegna líkamsárásar í Keflavík

Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo menn í Keflavík í gærkvöldi vegna líkamsárásar. Mennirnir höfðu ráðist á þann þriðja inni á skemmtistað í bænum og veitt honum nokkra áverka. Maðurinn mun vera með bólgur í andliti og brotna tönn.

Mennirnir gistu fangageymslur lögreglunnar og verða yfirheyrðir þegar ástand þeirra batnar eins og lögregla orðaði það.

Þá voru tvö innbrot tilkynnt til lögreglu á fimmtudagskvöldið, annað á Ásbrú en hitt í Keflavík. Um var að ræða þjófnað á flatskjám og peningum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×