Innlent

Sýknaður af flöskuárás

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands.

Hæstiréttur Íslands sýknaði karlmann á þrítugsaldri fyrir að hafa slegið annan mann í höfuðið með glerflösku. Hann var hinsvegar dæmdur fyrir hnefahögg þar sem hann hafði játað brotið. Árásin átti sér stað í miðborg Reykjavíkur í júlí árið 2007.

Maðurinn hlaut upprunalega sex mánaða fangelsi en var mildað niður í 45 daga fangelsi. Refsingin fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í þrjú ár.

Í úrskurði Hæstaréttar Íslands segir að maðurinn hafi neitað sakargiftum staðfastlega varðandi flöskuárásina. Sá framburður átti sér stoð í framburði vitnis að atburðinum.

Maðurinn er dæmdur til þess að greiða fórnalambi sínu 250 þúsund krónur í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×