Innlent

Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu afhent

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, afhenti verðlaunin. Mynd/Ferðamálastofa
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, afhenti verðlaunin. Mynd/Ferðamálastofa
Íslenskir fjallaleiðsögumenn hlutu í gær umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2009. Þetta er í 15. skiptið sem verðlaunin eru veitt en Ferðamálastofa veitir árlega umhverfisverðlaun því fyrirtæki eða stofnun sem best þykir hafa staðið sig í umhverfismálum það árið. Að þessu sinni fengu 27 aðilar tilnefningu til verðlaunanna. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra afhenti verðlaunin.

Íslenskir fjallaleiðsögumenn hljóta verðlaunin fyrir markvissa umhverfisstefnu, með það að leiðarljósi að öll ferðamennska á vegum fyrirtækisins sé sjálfbær, og fyrir áralanga baráttu fyrir verndun viðkvæmrar náttúru norðurslóða með hagsmuni næstu kynslóða í huga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×