Innlent

Klessti á og sló lögregluþjón

Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm yfir karlmanni sem sló lögregluþjón. Maðurinn sló lögregluþjóninn á Bústaðavegi árið 2007.

Maðurinn hafði lent í árekstri og neitaði að koma út úr bifreiðinni. Lögreglan krafðist þess að hann kæmi út. Fleiri lögregluþjónar bættust í hópinn og var ákveðið að lokum að færa manninn úr bifreiðinni með valdi.

Þá sló maðurinn lögreglumanninn og hlaut hann mar á kinnbeini við höggið.

Maðurinn var dæmdur í 90 daga fangelsi en refsing fellur niður haldi hann skilorð í þrjú ár. Þá þarf hann að greiða 150 þúsund krónur í sekt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×