Innlent

Meiðslin ekki talin alvarleg

Mynd/Pjetur
Ekið var á barn á mótum Hringbrautar og Bræðraborgarstígs í Reykjavík síðdegis. Barnið var að hjóla yfir götu en tildrög slyssins eru óþekkt að öðru leyti. Barnið var flutt á brott í sjúkrabíl. Eftir því sem næst verður komist slasaðist það ekki alvarlega. Hringbraut var lokuð um tíma en opnað hefur verið fyrir umferð á ný.




Tengdar fréttir

Ekið á barn á reiðhjóli

Ekið var á barn á reiðhjóli við Hringbraut, skammt frá Bræðraborgarstíg, klukkan 25 mínútur í fjögur í dag. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort barnið hafi slasast alvarlega. En Vísir mun greina nánar frá slysinu þegar frekari upplýsingar hafa borist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×