Innlent

Þorskurinn í góðum málum

2008 árgangur þorks við Íslandsstrendur er sá sterkasti sem mælst hefur frá upphafi stofnmælinga að hausti en þær hófust 1996. Nýyfirstaðið haustrall Hafró leiddi þetta í ljós. Í frétt um málið á heimasíðu Hafró segir að þetta bendi til að árgangurinn gæti verið um eða yfir langtímameðaltali frá 1955.

Fyrstu vísbendingar um 2009 árganginn gefa hins vegar til kynna að hann sé undir meðalstærð. Að hluta til má rekja aukningu í vísitölu þorsksins nú til lækkunar á veiðidánartölu á undanförnum árum vegna veiðisamdráttar.

Þá sýnir Lengdardreifing þorsks í ár samanborið við meðaltal áranna 1985-2009 að meira er af þorski stærri en 70 cm og staðfestir það mælinguna frá árinu 2008, en þá hafði aldrei fengist meira af stórum þorski. Meðalþyngd þorsks eftir aldri hefur hækkað frá árinu 2007 hjá öllum aldursflokkum og er nú um eða yfir meðaltali haustrallsins 1996-2009 hjá 3 ára og eldri fiski.

Nánar má kynna sér niðurstöður úr haustrallinu hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×