Innlent

Auglýst eftir skólameistara við nýjan framhaldsskóla

Mynd/Anton Brink
Menntamálaráðuneytið hefur auglýst laust til umsóknar embætti skólameistara við framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð. Stefnt er að því að byggja skólann í Ólafsfirði fyrir allt að 120 nemendur. Samkomulag um skólann var undirritað í mars fyrr á þessu ári.

„Skólameistari mun leiða hugmyndavinnu, uppbyggingu og skipulagningu faglegrar starfsemi skólans í samstarfi við hagsmunaaðila en gert er ráð fyrir sveigjanleika og möguleikum til nýbreytni í starfsháttum skólans," segir í tilkynningu menntamálaráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×