Innlent

Gunnar Birgisson ætlar aftur í framboð

Gunnar Birgisson fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi ætlar að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðismanna í bænum fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Þetta staðfestir hann við Morgunblaðið í dag.

Gunnar hefur vikið sæti í bæjarstjórn á meðan á rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á málefnum Lífeyrissjóðs Kópavogs stendur. Hann segist vona að rannsókninni ljúki sem fyrst og þegar það gerist hyggst hann taka sæti að nýju í bæjarstjórninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×