Innlent

Dansari fræðir um lesblindu

Peter flutti fyrirlestur í stuðningsáfanga fyrir lesblinda. Hann er sjálfur lesblindur.Fréttablaðið / valli
Peter flutti fyrirlestur í stuðningsáfanga fyrir lesblinda. Hann er sjálfur lesblindur.Fréttablaðið / valli

Í tilefni Alþjóðlegrar athafnaviku hélt dansarinn Peter Anderson hjá Íslenska dansflokknum fyrirlestur um lesblindu í stuðningsáfanga fyrir lesblinda nemendur í Fjölbrautaskólanum í Ármúla á miðvikudag.

Elín Vilhelmsdóttir, kennslustjóri dyslexíustoðþjónustu FÁ, segir Peter hafa verið frábæran. „Hann náði vel til nemendanna. Hann hvatti þá til dáða og jók trú þeirra á sjálfum sér,“ segir Elín.

„Það að hann er sjálfur lesblindur hefur mikil áhrif á nemendur. Ég vil endilega að hann nýtist fleiri lesblindum. Við vorum tveir kennarar inni hjá hópnum og hann kom okkur til að hugsa. Samt erum við bæði vön að vinna með lesblindum nemendum.“

Peter er nú fastráðinn dansari hjá Íslenska dansflokknum en hann hefur í fimmtán ár dansað hjá ýmsum dansflokkum í Evrópu.

- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×