Innlent

Stálu bíl lögreglustjórans og sóknarprestsins

Lögreglan á Suðurnesjum leitar nú logandi ljósi að bíl Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á Suðurnesjum, sem stolið var í gær. Vísir sagði frá því í morgun að bifreið sóknarprestsins í Keflavíkurkirkju hafði verið stolið en hann, Skúli Sigurður Ólafsson, er eiginmaður Sigríðar Bjarkar.

Bílinn er af gerðinni Volvo S60. Brotist var inn í Keflavíkurkirkju í gær og innbrotsþjófarnir náðu þar í bíllykla sóknarprestins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunn í Keflavík er verið að kemba bæinn í von um að Volvo bifreið lögerglustjórans og sóknarprestins komi í leitirnar.

En lögreglustjórinn mun hins vegar ekki hafa sett málið í sérstakan forgang.

Númerið á bílnum er AE-976.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×