Innlent

Einsýnt að forsetinn staðfesti ekki Icesave

Fylgst með umræðum. Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins í þingsalnum.
Fylgst með umræðum. Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins í þingsalnum. Mynd/GVA
Sjálfstæðismenn í fjárlaganefnd telja einsýnt að forseti Íslands muni hafna því að staðfesta Icesave frumvarpið enda séu fyrirvarar Alþingis frá í sumar sem forsetinn taldi mikilvæga, að engu orðnir. Þá muni samkomulagið fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar kom til annarrar umræðu á Alþingi í dag þar sem lagt er til að gerðar verði breytingar á lögum og fyrirvörum sem samþykkt voru í sumar. Umræðan mun væntanlega standa fram á kvöld eða nótt, þar sem forseti Alþingis stefnir að því að klára aðra umræðu í dag. Stjórnarandstaðan lýsti reyndar yfir andstöðu við fundartímann og vill ræða málið í þaula.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×