Fleiri fréttir

Bréf forsetans birt

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur birt á heimasíðu forsetaembættisins átta af þeim sautján bréfum sem Rannsóknarnefnd Alþingis fékk send. Segir á vefsíðu forsetans að þannig vilji hann koma til móts við óskir og umræður í samfélaginu. Þessi bréf séu til manna sem látið hafa af embætti auk tveggja annarra einstaklinga.

Síldin fundin

Íslenska sumargotssíldin er fundin. Síldveiðiskipið Sighvatur Bjarnason, sem er eitt fjögurra skipa í umfangsmikilli síldarleit á vegum Hafrannsóknarstofnunar, fann í gær miklar torfur á Breiðasundi skammt vestan Stykkishólms. Skipstjórinn, Jón Eyfjörð, segir að sér virðist að þarna sé talsvert af síld og telur hann útlitið bjart. Hafrannsóknaskipið Dröfn er einnig komið á Breiðafjörð til að kanna síldina en ekki kemur þó í ljós fyrr en eftir helgi hvort eitthvað af henni er sýkt. Annað leitarskip, Jóna Eðvalds, fann einnig síld undan suðausturlandi á Breiðamerkurdýpi og kastaði á hana og fékk 50 tonn. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið en ef vel tekst til gæti síldarstofninn skilað nokkurra milljarða króna útflutningsverðmætum á næstu mánuðum.

Tekist á um formennsku í ÖBÍ

Tveir menn takast á um formannsembættið í Öryrkjabandalagi Íslands á aðalfundi sem hófst á Grand hóteli Reykjavík klukkan hálftíu í morgun. Þetta eru þeir Guðmundur Magnússon og Sigursteinn R. Másson.

Fólksbifreið stórskemmdist í eldi í Njarðvík

Fólksbifreið stórskemmdist þegar kveikt var í henni við íþróttahúsið við Njarðvíkurvelli um klukkan hálfsjö í morgun. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum var janframt farið inn í herbergi á íþróttahúsinu sjálfu og kveikt þar í. Það tókst giftusamlega að bjarga húsinu en áhöld sem notuð eru til íþróttaiðkunnar skemmdust eitthvað. Enginn hafði verið handtekinn klukkan níu í morgun.

Ráðist á mann við Landsbankann á Laugavegi

Ráðist var á mann fyrir framan Landsbankann á Laugavegi um klukkan korter yfir fjögur. Að sögn lögreglunnar var maðurinn að taka út úr hraðbanka þegar ráðist var á hann. Það blæddi úr nefi og bólgur sáust á vinstra eyra mannsins þannig að ákveðið var að aka honum á slysadeild til aðhlynningar. Þá var brotist inn í verslunina Súkkulaði og rósir á Hverfisgötu en ekki er vitað hverju var stolið þaðan.

Fréttablaðið höfðar til flestra

„Það er ánægjulegt að sjá að Fréttablaðið fellur vel í kramið hjá fólki. Stefnan hefur verið allt frá upphafi þess árið 2001 að Fréttablaðið yrði dagblað þjóðarinnar. Það takmark náðist mjög fljótt og það er ánægjulegt að blað sem ekki er orðið tíu ára gamalt skuli vera búið að ná tryggri stöðu. Við getum ekki annað en verið þakklát fyrir það,“ segir Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins.

Jón Ólafsson hafði betur gegn Bretum

„Ég fagna þessari niðurstöðu og vona að við Hannes finnum sátt og flöt í þessu máli sem verður okkur báðum til sóma,“ segir athafnamaðurinn Jón Ólafsson, sem í fyrradag hafði betur gegn breska ríkinu í meiðyrðamáli gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni.

Einblína á Helguvík og líta framhjá öðru

„Við höfum alls ekki dregið lappirnar í atvinnuuppbyggingunni. Aðilar að stöðugleikasáttmálanum hafa hins vegar einblínt á Helguvík og halda að hún sé alfa og omega í allri atvinnuuppbyggingu.“

Sprenging í smygli á kannabisfræjum

Tollgæslan hefur tekið á annað þúsund kannabisfræja sem reynt var að smygla til landsins á fyrstu níu mánuðum ársins. Segja má að um sprengingu sé að ræða, því allt árið í fyrra voru tekin 390 stykki.

Býst við 100 prósenta heimtum

Markaðurinn væntir þess að 100 prósent fáist upp í forgangskröfur í Landsbankann. Þetta kemur fram í skýrslu óháða matsfyrirtækisins IFS Ráðgjöf sem kom út á miðvikudag. Þetta er bjartsýnni spá en hjá skilanefnd bankans, en hún gerir ráð fyrir að níutíu prósenta endurheimtu­hlutfalli í forgangskröfur.

Segir ráðherra pínulítinn karl

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), segir félagsmálaráðherra hafa orðið sér til minnkunar.

Búast við að tapa 600 störfum

Stærstu fyrirtækin innan Samtaka iðnaðarins (SI) búast við að störfum fækki álíka mikið út árið og fyrstu sex mánuði ársins. Frá áramótum hefur störfum fækkað um rúmlega 600 og ef spáin rætist fækkar starfsmönnum þessara fyrirtækja um rúm þrettán prósent á árinu.

Næsta vika sker úr um líf sáttmálans

„Kjarasamningur okkar er nú í þriðja sinn á þessu ári kominn í uppnám og langlundargeð gagnvart úrræðaleysi stjórnvalda í nánast öllum málum er að þrotum komið. Allt eins gætum við staðið frammi fyrir því, að þrátt fyrir náið samstarf samtaka launafólks og atvinnurekenda í þessari glímu, geti komið til uppsagnar kjarasamninga í byrjun næstu viku.“ Svo mælti Gylfi Arngrímsson í setningarræðu sinni á ársfundi Alþýðusambands Íslands (ASÍ) í gær.

Biðlistar styttast og staðan er góð

Biðlistar á sjúkrahúsum fyrir nær allar valdar skurðaðgerðir hafa verið að styttast og er staðan almennt góð í þessum mánuði.

Keyrði á staur og stakk af - löggan leitar

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning klukkan rúmlega 21:00 í kvöld um mann sem hafði keyrt á ljósastaur í Stórholti.

Undir áhrifum fíkniefna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för tveggja ökumanna í umdæminu í gær sem voru undir áhrifum fíkniefna. Um miðjan dag var karl á fertugsaldri tekinn fyrir þessar sakir í Kópavogi en sá hafði lent í umferðaróhappi. Þar var um aftanákeyrslu að ræða en fyrrnefndur ökumaður ók á kyrrstæða bifreið við bensíndælu og mátti litlu muna að þar yrði stórslys.

Baldur á launum í fimmtán mánuði

Ekki er útilokað að Baldur Guðlaugsson, sem ætlar að láta af störfum sem ráðuneytisstjóri, hafi verið beittur þrýstingi til að hætta. Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur, segir það án fordæma að ráðuneytisstjóri láti af störfum til að tryggja trúverðugleika ráðuneytis.

Engar hjartaaðgerðir á börnum í næstu viku

Gjörgæsludeildir Landspítalans nálgast þanmörk vegna svínaflensunnar, segir Björn Zoega, starfandi forstjóri spítalans. Engar hjartaaðgerðir verða á börnum í næstu viku, því hjartavélar spítalans þarf að nota á gjörgæsludeildunum.

Stóra kerrumálið upplýst

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo stórtæka kerruþjófa fyrr í vikunni. Um er að ræða karl á fimmtugsaldri og konu á fertugsaldri en málið komst upp þegar þau stálu tveimur kerrum á höfuðborgarsvæðinu.

Ítreka tilmæli sín um heimsóknir til sjúklinga

Farsóttanefnd Landspítalans ítrekar fyrri tilmæli sín til ættingja sjúklinga að þeir takmarki heimsóknir eins og kostur er vegna hættu á að þeir geti smitað sjúklinga sem eru á spítalanum vegna inflúensu.

Kjaradeilu blaðamanna vísað til Ríkissáttasemjara

Blaðamannafélag Íslands hefur vísað kjaradeilu félagsins við Samtök atvinnulífsins til Ríkissáttasemjara en það er í fyrsta sinn í aldarfjórðung að slíkt gerist, að fram kemur í tilkynningu.

Stálu úlpum og mat

Þrír karlmenn af erlendu bergi brotnu voru dæmdir fyrir þjófnað og ölvunarakstur í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Mennirnir stálu úlpum úr verslun Geysis en samanlagt var andvirði þeirra tæplega 120 þúsund krónur en þær voru af gerðinni 66 gráður norður. Þá stálu þeir vörum úr Bónus í Reykjanesbæ fyrir á annan tug þúsund króna.

Elín Björg kjörin nýr formaður BSRB

Elín Björg Jónsdóttir, formaður Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi, var í dag kjörin formaður BSRB með rúm 52% atkvæða eða 132 atkvæði af 252. Hún náði kjöri í fyrstu umferð.

Frumvarp um skuldavanda heimilanna samþykkt

Alþingi samþykkti í dag frumvarp Árna Páls Árnasonar, félagsmálaráðherra, um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.

Forsetinn heimsótti Auðarskóla

Eftir stuttan fund með sveitarstjórn Dalabyggðar í dag fór Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á fund starfsmanna og barna í Auðarskóla í Búðardal. Hann heimsótti allar bekkjardeildir skólans og lauk heimsókn sinni á tónleikum með hljómsveitinni FM Belfast.

Stjórnvöld verji heimilin

Ársfundur ASÍ krefst þess að allra úrræða sé leitað til þess að verja stöðu heimilanna og lágmarka þann skaða sem þau hafa þegar orðið fyrir og sem þau verða óhjákvæmilega fyrir vegna efnahagshrunsins.

Farþegi á Gatwick: Flugfreyjunum var brugðið

„Maður fann það þegar hún fór í loftið að það væri ekki allt með felldu,“ segir farþegi sem sat í flugvélinni frá Alicante á vegum Icelandexpress, en vélin þurfti að lenda á Gatwick flugvellinum í London vegna vélarbilunar í hreyfli.

Risinn á fundi með blaðamönnum

Hæsti maður heims Sultan Kösen fundaði með blaðamönnum á Hótel Loftleiðum í dag, en hann er litlir 2,46 metrar á hæð.

Úrskurðar að vænta í máli Hosmany

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið tekur á næstu dögum afstöðu til beiðni yfirvalda í Brasilíu sem vilja að brasilíski lýtalæknirinn Hosmany Ramos verði framseldur til heimalandsins.

Ákærður fyrir stórfellda líkamsárás

Tæplega tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás þegar hann á að hafa slegið mann í andlitið í júní síðastliðnum.

Ingibjörg endurkjörin varaforseti ASÍ

Ingibjörg R. Guðmundsdóttir sem hefur verið varaforseti Alþýðusambandsins undanfarin ár var í dag endurkjörinn í embættið til ársins 2011. Ekkert mótframboð barst og var Ingibjörg endurkjörinn með dynjandi lófataki ársfundarfulltrúa sem risu úr sætum og hylltu varaforsetann, að fram kemur á vef ASÍ.

Kröfur AGS aðför að velferðarþjóðfélaginu

BSRB krefst þess að skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir lánveitingum verði endurskoðuð. Kröfur sjóðsins séu aðför að velferðarþjóðfélaginu. Ályktun þess efnis var samþykkt á 42. þingi bandalagsins í dag.

Umhverfisáhrif verði metin sameiginlega

Meirihlutinn í bæjarráði Grindavíkur vill að umhverfisáhrif orkuöflunar og orkuflutninga á Reykjanesskaga verði metin sameiginlega. Meirihlutinn bókaði þetta á fundi sínum í fyrradag.

Ráðherra tjáir sig ekki um mál séra Gunnars

Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, vill ekkert tjá sig um þá ákvörðun Biskups um að flytja séra Gunnar Björnsson til í starfi. Fréttastofa náði tali af ráðherranum í morgun og þá sagði hún að máli væri alfarið á könnu þjóðkirkjunnar og Biskup væri yfirmaður hennar.

Þrefalt fleiri hringingar á Læknavaktina vegna svínaflensu

Fjölgað hefur verið hjúkrunarfræðingum sem svara í síma Læknavaktarinnar, númer 1770, á kvöldin og um helgar vegna aukins álags sem rekja má til inflúensufaraldursins. Hringingar á Læknavaktina eru að jafnaði tvöfalt til þrefalt fleiri nú en áður. Komið hefur fyrir að Íslendingar, búsettir í útlöndum, hringi í Læknavaktina og leiti ráða vegna inflúensufaraldurs eða af öðru tilefni.

Tveir til viðbótar á gjörgæslu vegna svínaflensu

Átta manns voru lagðir inn á Landspítalann vegna svínaflensu í gærkvöldi og í nótt þar af tveir á gjörgæslu. Á bilinu 30-40 liggja nú á spítalanum vegna flensunnar. Þá dvelja þrír á heilbrigðisstofnun Suðurnesja og fjórir á sjúkrahúsinu á Akureyri, þar af einn á gjörgæslu.

Icesave vísað til fjárlaganefndar

Fyrstu umræðu um frumvarp um ríkisábyrgð á lántöku Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta vegna Icesave reikninga Landsbankans lauk á tólfta tímanum í dag. Að því loknu var frumvarpinu vísað til fjárlaganefndar.

Sjá næstu 50 fréttir