Innlent

Frumvarp um skuldavanda heimilanna samþykkt

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra.
Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra. Mynd/Anton Brink
Alþingi samþykkti í dag frumvarp Árna Páls Árnasonar, félagsmálaráðherra, um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.

Frumvarpið var samþykkt með 32 atkvæðum gegn einu. Árni Páll fagnaði niðurstöðunni. „Það er mikið ánægjuefni að sjá að fulltrúar allra flokka hafi treyst sér til að vinna saman að þessu máli og treyst sér til að styðja það allt til enda."

Guðmundur Steingrímur, þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist styðja frumvarpið með fyrirvara. „Ég styð þetta mál í trausti þess að hér sé um að ræða fyrsta skrefið í aðgerðum til bjargar skuldsettum heimilum á Íslandi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×