Innlent

Baldur á launum í fimmtán mánuði

Ekki er útilokað að Baldur Guðlaugsson, sem ætlar að láta af störfum sem ráðuneytisstjóri, hafi verið beittur þrýstingi til að hætta. Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur, segir það án fordæma að ráðuneytisstjóri láti af störfum til að tryggja trúverðugleika ráðuneytis.

Fjármál Baldurs Guðlaugssonar, ráðuneytisstjóra, komust í hámæli í fyrrahaust, þegar fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því að hann hefði selt hlutabréf sín í Landsbankanum, fyrir hrun; en eftir fund með Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, um áhyggjur breta vegna Icesave reikningana. Sala hlutabréfanna er nú til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara.

Hann óskaði eftir því í dag að láta af störfum. Í bréfi Baldurs til samstarfsmanna í ráðuneytinu, segist hann hætta vegna umfjöllunnar í fjölmiðum sem hafi áhrif á trúverðugleika ráðuneytisins.

Baldur var var sendur í leyfi frá fjármálaráðuneytinu, þegar minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna tók við völdum í fyrravetur. Hann hefur verið ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu, síðan í vor. Eftir að fréttist að sérstakur saksóknari rannsakaði mál hans, hafa þau jafnframt verið til ítarlegrarar skoðunar í menntamálaráðuneytinu.

Laun ráðuneytisstjóra fara nálægt níu hundruð þúsund krónum á mánuði. Samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu, fær Baldur laun út skipunartímann; auk þriggja mánaða uppsagnarfrests.

Skipunartími hans rennur út að ári. Hann er ekki á flæðiskeri staddur, þótt hann láti af störfum, því söluverð hlutabréfanna sem málið snýst um, nam samkvæmt heimildum fréttastofu, hundruðum milljóna króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×