Fleiri fréttir

Nýr formaður BSRB kjörinn í dag

Kosning formanns BSRB fer fram upp úr hádegi í dag á þingi bandalagsins. Eins og kunnugt er hefur Ögmundur Jónasson ákveðið að hætta sem formaður eftir að hafa gegnt starfinu í 21 ár. Fjórir hafa gefið kost á sér til formennsku en til þess að vera réttkjörinn formaður þarf viðkomandi að njóta stuðnings meira en helmings þingfulltrúa.

Illugi: Árni Páll með sama viðhorf og VG

Við upphaf þingfundar í dag var tekist á um ræðu Árna Páls Árnasonar, félagsmálaráðherra, á ársfundi Alþýðusambands Íslands í gær. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gagnrýndu ræðuna og sagði Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Árna Pál hafa sama viðhorf og VG til atvinnumála. Það væri áhyggjuefni því það viðhorf einkenndist af því að berja eigi niður stóriðju og sjávarútveg.

Framkvæmdastjóri LÍÚ: Ræða Árna Páls honum til „raðminnkunar“

„Orð ráðherrans [Árna Páls Árnasonar, félagsmálaráðherra] eru honum ekki einungis til minnkunar vegna þess hroka sem hann sýndi þeim sem vinna við þessar atvinnugreinar. Þau eru einnig vanvirða við það góða fólk sem mátti sitja undir ræðu hans,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdarstjóri LÍU.

Fyrstu umræðu um Icesave fram haldið

Fyrstu umræðu um ríkisábyrgð á lántöku Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta vegna Icesave reikninga Landsbankans var fram haldið í morgun. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í gær og stóð þingfundur fram á kvöld.

Bíll brann í Borgartúni

Eldur kom upp í bíl á hringtorgi í Borgartúni í gærkvöldi. Kona var á ferð í bíl sínum þegar eldur blossaði upp í vélinni. Þegar slökkvilið kom á staðinn logaði glatt í bílnum en vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Bíllinn er þó mikið skemmdur.

Hagsmunasamtök heimilanna styðja talsmann neytenda

Hagsmunasamtök heimilanna lýsa yfir eindregnum stuðningi við hugmynd talsmanns neytenda um að krefjast lögbanns á innheimtu gengistryggðra lána. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum. Þar segir að samtökin hafi áður lýst yfir stuðningi við við tillögu talsmanns neytenda um gerðardómsleið og harma að hvorki stjórnvöld né fjármálastofnanir hafi kosið að láta á hana reyna. „Með skipun gerðardóms væri hægt að gera víðtæka sátt, með aðkomu allra hlutaðeignadi aðila, í þeirri deilu sem upp er komin af völdum forsendubrests í gengis- og verðtryggðum lánasamningum neytenda,“ segir meðal annars.

Hnífi beitt í átökum í Kópavogi

Til átaka kom á milli tveggja manna í Kópavogi í gærkvöldi og beitti annar maðurinn hnífi. Sá sem fyrir árásinni varð lá sár eftir en meiðsli hans eru ekki alvarleg. Hinn særði náði hnífnum af árásarmannum og var sá síðarnefndi handtekinn þegar lögreglu bar að garði og gistir hann fangageymslur. Ekki er ljóst hvað olli deilum mannanna.

Þyrla sótti fótbrotinn sjómann

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gærkvöldi til þess að sækja sjómann sem hafði fótbbrotnað um borð í bát sem staddur var um 90 mílur vestur af Bjargtöngum. Veður og sjólag voru var með versta móti á svæðinu og því var ekki unnt að hífa manninn um borð í þyrluna eins og ráð hafði verið fyrir gert.

Tvö innbrot og ofsaakstur

Tilkynnt var um tvö innbrot á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þjófar brutu sér leið inn í hljóðfæraverslun í austuborginni að sögn lögreglu. Þeir höfðu á brott með sér eitthvað af hljóðfærum en ekki er ljóst á þessari stundu hve mikið var tekið.

Langflestir standa í skilum

Minnst fimm þúsund viðskiptavinir bankanna og Íbúðalánasjóðs hafa nýtt sér þau úrræði sem í boði eru um greiðslu á íbúðalánum. Þetta jafngildir tæpum fimm prósentum þeirra sem eru með íbúðalán. Tekið skal fram að viðskiptavinir Landsbankans eru ekki inni í tölunum en bankinn vildi ekki tjá sig um stöðuna.

Litháarnir tengjast allir komu stúlkunnar

Litháarnir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna meints mansalsmáls á Suðurnesjum tengjast allir komu nítján ára litháískrar stúlku hingað til lands fyrr í mánuðinum. Þrír Íslendingar sem sitja einnig í gæslu tengjast allir Litháunum, að hluta til í gegnum atvinnustarfsemi, en einnig með öðrum hætti sem lögregla rannsakar nú. Mansal, tryggingasvik, ofbeldisbrot, fíkniefnabrot, skjalafals og peningaþvætti eru til rannsóknar hjá lögreglunni vegna málsins. Lögreglan rannsakar einnig hvort um skipulegt mansal sé að ræða hér á landi.

Barn sýktist af völdum skógarmítils

Barn á höfuðborgar­svæðinu sýktist nýverið af völdum skógarmítils. Sýkingin greindist í tæka tíð og gengst barnið undir viðeigandi meðferð.

Lífeyrissjóðir létti Icesave-greiðslur

Draga mætti úr vaxtakostnaði ríkisins með aðkomu lífeyrissjóðanna að því að staðgreiða skuldbindingar vegna Icesave. Við þetta þyrftu skattar ekki að hækka jafnmikið og ella. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs Íslands í gærmorgun um hlutverk lífeyrissjóðanna í endurreisninni.

Engin skrifleg mótmæli send

Íslensk stjórnvöld mótmæltu ekki bréflega endurteknum frestunum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og sjóðsins.

Hámarksfjárhæð verði hækkuð

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að til greina komi að framlengja þann tíma sem fólk eigi kost á að fá séreignarsparnað sinn greiddan út og hækka þá hámarksfjárhæð sem fólk geti tekið út. Um 39.000 manns hafa nýtt sér heimild sem samþykkt var í mars á þessu ári til að taka út allt að eina milljón króna af séreignarsparnaði sínum á tólf mánaða tímabili. Heildargreiðslan nemur 21,6 milljörðum króna á árinu.

Varist ginningar stóriðjunnar

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir að ef sjávarútvegur og stóriðja geti ekki þolað hóflega innköllun veiðiheimilda og hóflega auðlindaskatta sé spurning hvort yfir höfuð hafi verið veðjað á réttan hest og ekki þurfi að leita annarra kosta um framtíðaratvinnuuppbyggingu. Þetta sagði hann í ræðu sinni á ársþingi ASÍ í gær.

Bakki kominn á dagskrá

Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að viljayfirlýsing stjórnvalda og heimamanna í Þingeyjarsýslum um orkuöflunarfélag, sem undirrituð var á Húsavík í dag, sé hvatning til dáða. Hann segir að það sem veki mesta athygli sé að yfirlýsingin sé afskaplega berorð í ljósi samstarfsflokks Samfylkingarinnar í ríkisstjórn. Þar sé enginn pólitískur feluleikur.

Svandís er slíkt heljarmenni

Ung Vinstri græn sendu frá sér ályktun í kvöld þar sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um að fresta hinni svokölluðu Suðvesturlínu er studd. Í ályktuninni segir að stundum sé erfitt að standa við það sem maður telji rétt. Undanfarna daga hafi Svandís hinsvegar sýnt svo um munar að hún sé slíkt heljarmenni.

Fyrrum tengdaforeldrar sýknaðir af þjófnaði

Fyrrum tengdaforeldrar þrítugrar stúlku voru í dag sýknaðir af kröfu um miskabætur en voru dæmdir til þess að greiða henni rúmar tólf þúsund krónur. Tengdaforeldrarnir voru einnig sýknaðir af kröfu um afhendingu muna sem þeir tóku af heimili stúlkunnar.

Flosi úr lífshættu eftir bílveltu

Flosi Ólafsson leikari og rithöfundur er kominn úr lífshættu eftir bílslys sem hann lenti í skammt frá Borgarfjarðarbrúnni um kvölmatarleytið í gær. Flosi var að koma frá Reykjavík og á leið til heimilis síns í Reykholtsdal.

Kynlífsþrælkun á Íslandi

Virkur kynlífsmarkaður er á Íslandi sem eykur líkur á ólöglegri vændisstarfsemi og mansali hér á landi, segir fulltrúi Íslands hjá Europol. Hann segir íslensk löggæsluyfirvöld hafa áhyggjur af því að vandinn fari vaxandi.

Átt þú þessi dekk?

Nokkur dekk á felgum voru haldlögð í Árbæ um miðjan dag í gær. Dekkin höfðu verið auglýst til sölu á Netinu en talið er að þeim hafi verið stolið. Karl á þrítugsaldri var yfirheyrður í tengslum við rannsóknina en hann sagðist nýlega hafa fundið dekkin í öðru hverfi í borginni og slegið eign sinni á þau. Lögreglan leitar því réttmæts eiganda dekkjanna en sá hinn sami getur haft samband við lögregluna í síma 444-1190 á skrifstofutíma. Óskað verður eftir staðfestingu á eignarhaldi en dekkin má sjá á myndinni hér að neðan.

Tek hatt minn ofan fyrir dómstólum

Hæstiréttur þyngdi í dag dóm yfir föður sem hafði verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að misnota barnunga dóttur sína og dæmdi hann í fimm ára fangelsi. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir að um tímamótadóm sé að ræða og segir dómstóla hafa staðist prófið með glans. Sönnunarbyrði í málum sem þessum sé oft erfið en Hæstiréttur hafi tekið á málinu af mikilli fagmennsku.

Sýknaður peningafalsari aftur fyrir dóm

Hæstiréttur Íslands ómerkti sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem var ákærður fyrir að falsa tvo fimm þúsund króna seðla og framvísa þeim á pítsustað.

Dómur barnaníðings þyngdur um þrjú ár

Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnungri dóttur hans. Brotin áttu sér stað á tímabilinu september 2007 til nóvember 2008.

Einn útskrifaður af gjörgæslu

Einn þeirra sex sem lágu inni á gjörgæsludeild Landspítalans í gær með svokallaða svínaflensu er útskrifaður þaðan. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur frá Haraldi Briem sóttvarnalækni útskrifaðist hann í gærkvöldi.

Búið að skila spurningalista ESB

Íslensk stjórnvöld skiluðu í dag inn svörum við spurningalista framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem er hluti af samræmdu umsóknarferli að ESB samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Fjársvikarar nýta sér neyð Rebekku Maríu

„Maður skilur hreinlega ekki hvað gengur að fólki,“ segir Pétur Sigurgunnarsson sem stendur fyrir söfnunarátakinu Hönd í hönd, þar sem safnað er pening fyrir Rebekku Maríu Jóhannesdóttur, 22 ára stúlku í Hafnarfirði, en borið hefur á því að óprúttnir betlarar hafa sníkt fé af fólki í nafni átaksins og svo hirt það.

Netabátur varð aflvana við Skagaströnd

Björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd var kölluð út fyrir rúmri klukkustund vegna 200 tonna netabáts sem er aflvana um 18 sjómílur vestan Skagastrandar, eða rétt við Gjögur á Ströndum. Er báturinn með veiðarfæri í skrúfunni. Um 6-8 manns eru um borð.

Fáum 87.625 tonna kolmunnakvóta

Á fundi strandríkja um stjórnun veiða úr kolmunnastofninum sem lauk í Lundúnum í dag, náðist samkomulag um að heildaraflamarkið verði 540.000 tonn. Íslenskum skipum verður heimilt að veiða 87.625 tonn.

Landabruggarar ákærðir

Þrítugur karlmaður og tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir að hafa framleitt 110 lítra af gambra og átt sérhæfð áhöld til að eima áfengi í byrjun sumars. Lögreglan lagði hald á áfengið, 5 hvítar tunnur og suðupott í húsnæði að Hraunbæ aðfararnótt 18 júní í síðastliðinn.

Iðnaðarráðherra undirritaði viljayfirlýsingu fyrir norðan

Í dag undirritaði iðnaðarráðherra viljayfirlýsingu við Norðurþing, Skútustaðahrepp og Þingeyjarsveit um samstarf á sviði orkurannsókna, orkunýtingar og atvinnuuppbyggingar í Þingeyjarsýslum. Undirritunin fór fram á Sjóminjasafninu á Húsavík.

Ekið á gangandi vegfaranda á Hringbraut

Ekið var á gangandi vegfaranda á Hringbraut við Þjóðminjasafnið á þriðja tímanum í dag. Sjúkraflutningamenn voru kvaddir á staðinn en ekki er ljóst hvort viðkomandi hafi slasast.

Aftur djammað í Súlnasalnum

Gullaldarstemmingin í Súlnasal Hótel Sögu verður endurvakin næstkomandi laugardag, sem er fyrsti vetrardagur. Þar troða upp meðal annarra Lúdó og Stefán, Raggi Bjarna og Garðar Guðmundsson.

Átta mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot

Þorfinnur Þorfinnsson var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir vörslu fíkniefna í maí á síðasta ári. Þorfinnur hafði þá í vörslum sínum rúm 14 grömm af amfetamíni, tæp 17 grömm af hassi, 1 kannabisplöntu, um 2,5 grömm af kókaíni og lítilræði af maríhúana. Þorfinnur játaði brot sitt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann hefur áður hlotið dóm vegna fíkniefnalagabrota og var á skilorði þegar fyrrgreint brot var framið.

Ólafur Ragnar heimsækir Dalabyggð

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun sækja Dalabyggð heim á morgun. Forsetin mun heimsækja fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu. Í tilkynningu frá bæjarstjóra Dalabyggðar kemur fram að forsetinn muni meðal annars sækja heim Dvalarheimilið Silfurtún, MS í Búðardal og Auðarskóla þar sem FM Belfast mun stíga á stokk. Forsetinn situr einnig málþing og stofnfund ungra bænda í Dalabúð auk þess að taka þátt í vígsluathöfn Guðrúnarlaugar.

Engin endurskoðun án mótmæla

Almenningur þarf að sýna það í verki, með mótmælum, vilji hann að samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn verði breytt. Viðræður ríkisstjórnarinnar einnar um endurskoðun samstarfsins dugi ekki til; sjóðurinn taki hins vegar mark á almenningi. Þetta segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, sem telur að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi einhliða sagt upp samstarfinu við Ísland.

Sektaður um 45 milljónir

Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í sex mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára fyrir stófelld skattsvik. Hann játaði brot sín greiðlega. Hann var áður dæmdur fyrir fjársvik og því hlaut hann sex mánaðadóm.

Meint skattabrot í Baugsmálinu tekin fyrir í dómi

Fyrirtaka í skattahluta Baugsmálsins var í Hérðasdómi Reykjavíkur í morgun. Ríkislögreglustjóri gaf í desember í fyrra út ákæru á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Kristínu systur hans, Tryggva Jónssyni, Baugi og Gaumi fyrir meint skattalagabrot á árunum 1998 til 2002.

Hægt að panta tíma fyrir bólusetningu

Heilsugæslustöðvar landsins taka frá og með deginum í dag við tímapöntunum frá sjúklingum með tilgreinda „undirliggjandi sjúkdóma" og frá þunguðum konum vegna bólusetningar við svokallaðri svínaflensu.

Sjá næstu 50 fréttir