Innlent

Elín Björg kjörin nýr formaður BSRB

Elín Björg Jónsdóttir, formaður Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi, var í dag kjörin formaður BSRB með rúm 52% atkvæða eða 132 atkvæði af 252. Hún náði kjöri í fyrstu umferð.

Árni Stefán Jónsson, formaður SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu, fékk 32,5% og Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar - stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, fékk 15%. Áður hafði Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna dregið framboð sitt til baka.

Elín Björg tekur við sem formaður af Ögmundi Jónassyni sem gegnt hefur starfinu í 21 ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×