Innlent

Upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytis í Landsbankann - starfið ekki auglýst

Kristján Kristjánsson.
Kristján Kristjánsson.

„Ég byrjaði bara í gær," segir Kristján Kristjánsson, fyrrum upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, áður FL Group og þar á undan sjónvarpsmaður í Kastljósi, en hann hóf störf í gær sem upplýsingafulltrúi Landsbankans.

Sjálfur sagðist hann vera að reyna að átta sig á því hvað snéri upp og hvað niður en var sáttur við sitt.

„Þetta er bara spennandi verkefni," segir Kristján sem heldur til í Landsbankanum í miðbæ Reykjavíkur.

Hann hætti störfum hjá forsætisráðuneytinu í ágúst síðastliðnum.

Staðan var ekki auglýst.

Ekki hefur náðst í Ásmund Stefánsson, bankastjóra Landsbankans, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×